Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:58 Íbúar Lahaina horfðu á eldinn nálgast bæinn á þriðjudag. Nú eru að minnsta kosti 53 látnir og tala látinna mun líklega hækka enn frekar. AP/Alan Dickar Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38