„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 12:09 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur og aðrir í viðkvæmri stöðu gætu verið sviptar þjónustu í kjölfar nýrra útlendingalaga. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að útlendingalögin kveði á um að það megi almennt ekki. Ákvæði um að réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd falli úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað um vernd á tveimur stjórnsýslustigum tók í gildi þegar umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra var samþykkt 15 mars síðastliðinn. Samræmist ekki lögum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nú ekki í samræmi við lögin. „Það var gert skýrt við meðferð frumvarpsins að þessir einstaklingar ættu að vera undanþegnir en eins og við bentum á þá er þetta ákvæði í lögunum óskýrt, það er loðið, það er flókið og það er algjörlega óútfært. Þessi lög eru mjög vanhugsuð og í rauninni ekki nógu vel unnin,“ segir Arndís Anna. Píratar hafi varað við að þessi staða gæti komið upp, sem er flókin og erfið fyrir kerfið auk þeirra sem finni fyrir áhrif laganna. Engar opnar undanþágur Arndís Anna segir margt fólk, í allskonar stöðu, nú vera að missa þjónustu. „Við bentum á það annars vegar að lögin væru óskýr, þau væru ósanngjörn. Það eru engar opnar undanþágur til dæmis fyrir einstaklinga í gríðarlega viðkvæmri stöðu,“ segir hún og bætir við: „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sú undantekning er mjög víðtækt orðuð í lögunum þannig jú að einhverju leyti kemur að óvart að það sé engu að síður verið að vísa börnum á götuna. En við vöruðum samt við þessu vegna þess að lögin eru óskýr og þau eru illa ígrunduð.“ Óljóst hvað tekur við Misvísandi upplýsingar hafi komið fram í umræðu þingsins um frumvarpið um það hvort fólk í þessari stöðu ætti kost á neyðarþjónustu hjá sveitarfélögum í staðin. Það sé því óljóst hvað verður um fólkið. Arndís vonar að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ég vona að þau sjái að sér og leiti betri lausna til þess að glíma við þessa áskorun en þetta var algjörlega viðbúið,“ segir hún jafnframt.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02