Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 20:01 Þórhildur Mjølid dvelur nú á hóteli um 17 kílómetra frá heimili sínu, en bærinn sem hún býr í var rýmdur vegna aurskriða og vatnsveðurs. Þórhildur/AP Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri. Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri.
Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira