Vodafone Sport í loftið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 16:22 Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vodafone. Ný línuleg sjónvarpsrás Sýnar sem er hluti af samningum við Viaplay hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið hafa Viaplay og Sýn gert með sér tímamóta samstarfssamning. Hluti af samningum er ný línuleg sjónvarpsrás og einkaréttur Sýnar til að selja Viaplay vörur í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2. Nýja línulega sjónvarpsrás Sýnar hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Rásina má finna á rás 14 á myndlyklum Vodafone. Í tilkynningu er fullyrt að á rásinni verði besta íþróttaefnið frá Viaplay Sport og það sýnt hverju sinni í hámarks gæðum. Rásin er aðgengileg viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 Sport og verður innifalin í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2 þar sem að Viaplay Total er innifalið. Allt í einum pakka Frá og með deginum í dag verður Viaplay aðgengilegt í gegnum áskriftarpakka Vodafone og Stöð 2. Í áskriftarpökkunum má finna mismunandi samsetningu á fjarskiptum, skemmtun og sporti á betra verði. Viðskiptavinir einfaldlega velja hvaða pakkar henta þeirra þörfum. Með einni og sömu áskriftinni verður nú hægt að horfa á alla Meistaradeildina, Evrópudeildina, Sambandsdeildina, Carabao cup, Formúlu 1, Bestu deildina, Subway deildina, NBA, NFL, NHL og Masters og marga aðra viðburði ásamt Stöð 2 sport. Allt á einum stað. Nýja stöðin hefur fengið nafn. Núverandi viðskiptavinir Vodafone sem nú þegar eru með áskriftarpakka fá sendar rafrænar leiðbeiningar á næstu dögum um hvaða áskriftarleiðir Viaplay séu innifaldar í þeirra pakka og hvernig þeir virkja áskriftina að Viaplay. Einnig eru skýrar leiðbeiningar til þeirra viðskiptavina sem þegar eru í viðskiptum við Viaplay um hvernig þeir eigi að bera sig að vilji þeir breyta áskriftinni. „Það er okkur mikið ánægju efni að kynna viðskiptavinum okkar nýja línulega sjónvarpsrás Vodafone Sport þar sem allt það besta frá Viaplay Sport verður sýnt hverju sinni. Við hjá Vodafone leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af innlendri og erlendri afþreyingu og bjóðum nú viðskiptavinum upp enn frekara val í afþreyingu með samstarfinu við Viaplay. Vodafone hefur nýlega kynnt nýja áskriftarpakka þar sem að hægt er að fá hágæða net, farsíma, skemmtun Stöðvar 2, Sport frá Viaplay og Stöð 2 Sport, allt á einum stað í mánaðarlegri áskrift. Þetta gerist ekki einfaldara eða skemmtilegra,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Viaplay og Sýn gert með sér tímamóta samstarfssamning. Hluti af samningum er ný línuleg sjónvarpsrás og einkaréttur Sýnar til að selja Viaplay vörur í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2. Nýja línulega sjónvarpsrás Sýnar hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Rásina má finna á rás 14 á myndlyklum Vodafone. Í tilkynningu er fullyrt að á rásinni verði besta íþróttaefnið frá Viaplay Sport og það sýnt hverju sinni í hámarks gæðum. Rásin er aðgengileg viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 Sport og verður innifalin í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2 þar sem að Viaplay Total er innifalið. Allt í einum pakka Frá og með deginum í dag verður Viaplay aðgengilegt í gegnum áskriftarpakka Vodafone og Stöð 2. Í áskriftarpökkunum má finna mismunandi samsetningu á fjarskiptum, skemmtun og sporti á betra verði. Viðskiptavinir einfaldlega velja hvaða pakkar henta þeirra þörfum. Með einni og sömu áskriftinni verður nú hægt að horfa á alla Meistaradeildina, Evrópudeildina, Sambandsdeildina, Carabao cup, Formúlu 1, Bestu deildina, Subway deildina, NBA, NFL, NHL og Masters og marga aðra viðburði ásamt Stöð 2 sport. Allt á einum stað. Nýja stöðin hefur fengið nafn. Núverandi viðskiptavinir Vodafone sem nú þegar eru með áskriftarpakka fá sendar rafrænar leiðbeiningar á næstu dögum um hvaða áskriftarleiðir Viaplay séu innifaldar í þeirra pakka og hvernig þeir virkja áskriftina að Viaplay. Einnig eru skýrar leiðbeiningar til þeirra viðskiptavina sem þegar eru í viðskiptum við Viaplay um hvernig þeir eigi að bera sig að vilji þeir breyta áskriftinni. „Það er okkur mikið ánægju efni að kynna viðskiptavinum okkar nýja línulega sjónvarpsrás Vodafone Sport þar sem allt það besta frá Viaplay Sport verður sýnt hverju sinni. Við hjá Vodafone leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af innlendri og erlendri afþreyingu og bjóðum nú viðskiptavinum upp enn frekara val í afþreyingu með samstarfinu við Viaplay. Vodafone hefur nýlega kynnt nýja áskriftarpakka þar sem að hægt er að fá hágæða net, farsíma, skemmtun Stöðvar 2, Sport frá Viaplay og Stöð 2 Sport, allt á einum stað í mánaðarlegri áskrift. Þetta gerist ekki einfaldara eða skemmtilegra,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira