Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 14:31 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude. Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“ Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Nefndin sektaði knattspyrnudeild Vestra um 100.000 krónur vegna ummæla Davíðs í viðtali við Fótbolta.net eftir, 1-1 jafntefli við ÍA í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í júlí. Á meðal þeirra ummæla sem úrskurðurinn byggði á var þegar Davíð gaf í skyn að dómarar leiksins hefðu verið í liði með ÍA, þegar hann sagði: „Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það.“ Sektin er þyngri en ella vegna þess að knattspyrnudeild Vestra hafði fyrr á leiktíðinni einnig verið sektuð vegna ummæla um dómara. Það var í maí þegar Vestramenn þurftu að greiða 75.000 krónur vegna ummæla formanns meistaraflokks karla hjá félaginu, Samúels Samúelssonar, sem birti mynd af dómara úr leik Þórs og Vestra og skrifaði á Twitter: „Gott að eiga góða að“. Þau ummæli, líkt og ummæli Davíðs, þóttu skaða ímynd knattspyrnunnar. Til viðbótar við þessar 175.000 krónur sem Vestramenn hafa þurft að greiða bætist svo 60.000 króna sekt sem félagið fékk í febrúar fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik við ÍA í Lengjubikarnum. „Fleiri í gula liðinu í dag“ Hér að neðan má sjá í heild sinni þau ummæli Davíðs Smára sem framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aga- og úrskurðarnefndar: „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik sjá það að viðbrögð mín eru náttúrulega alls ekki góð. Það eru náttúrulega fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er bara gríðarlega vonsvikinn það er bara eitt lið á vellinum eitt lið sem spilaði fótbolta í dag eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta og mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik frá fyrstu mínútu til 90 mínútu. Þetta er bara pjúra brot, það sjá það allir að þetta er brot þú sérð það á spjöldunum sem voru hérna í dag að hann dæmdi bara í eina átt hvað sem veldur ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur þeir var að reyna fiska okkur út af með rautt spjald það var eina sem þeir gerðu hér í dag. Við gátum alveg klárað þennan leik hérna miklu fyrr og þurftum ekki að leyfa þessu að fara í þessa vitleysu sem þetta fór í að setja þetta í hendurnar í dómaranum, dómara leiksins það var það sem kostaði okkur í dag. Hefðum getað klárað þennan leik miklu miklu fyrr.“
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki