Börn send í gin úlfsins Helgi Guðnason skrifar 9. ágúst 2023 08:01 Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Venesúela Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun