Forskotið fæst ekki aðeins með að finna réttu leikmennina og réttu þjálfarana. Það snýst líka um að hugsa sem best um sína leikmenn og gera sér nákvæmlega grein fyrir því hvort þeir séu á réttri leið eða þurfa á einhverri aðstoð að halda.
Flórída liðið Jacksonville Jaguars mælir sína leikmenn þannig í bak og fyrir og leikmennirnir eru ekki einu sinni hólpnir inn á salerninu.
Nýjar þvagskálar á æfingasvæði Jaguars eru með sérstakan nema sem mælir það hvort leikmennirnir séu að drekka nógu mikið. Þetta eru tæknivæddistu þvagskálar í íþróttaheiminum.
Þegar þeir pissa á mælinn þá fá þeir grænt, gult eða rautt ljós.
Ef það er grænt þá er allt í góðu, ef það er gult þá þurfa þeir að drekka meira en ef þeir fá rautt ljós þá eru þeir væntanlega fljótlega á leiðinni á sjúkrahús.