Wayne Brady kemur út sem pankynhneigður Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 12:06 Grínistinn Wayne Brady kom út úr skápnum sem pankynhneigður í gær. EPA/Jason Szenes Leikarinn og grínistinn Wayne Brady hefur komið út úr skápnum sem pankynhneigður. Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People. Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People.
Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira