„Andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2023 19:36 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag. „Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“ Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann