Perlar og selur armbönd til að safna fyrir draumaferðinni í Disney World Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 20:00 Armbönd Írisar urðu svo vinsæl að hún neyddist til að loka tímabundið fyrir pantanir þar sem hún annaði ekki eftirspurn. Draumurinn er að ferðast Bandaríkjanna og heimsækja Disney World. Vísir/Steingrímur Dúi Kona með einhverfu sem á þann draum heitastan að ferðast til Bandaríkjanna brá á það ráð að perla og selja armbönd til að komast í draumaferðina. Armböndin hafa slegið í gegn og vonast hún til að heimsótt Mínu og Mikka mús í Disney World á næsta ári. Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni. Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni.
Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira