Nikkufjör á Borg í Grímsnesi – Harmóníkuleikari á tíræðisaldri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2023 20:30 Fjölmargir harmónikuleikarar eru á Borg ásamt sínu fólki að taka þátt í hátíð helgarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dansinn hefur dunað alla helgina á Borg í Grímsnesi þar sem harmoníkuleikarar og þeirra fólk af öllu landinu hafa verið saman undir dillandi nikkuspili. Harmoníkuleikari á tíræðisaldri gefur ekkert eftir á hátíðinni þegar hljóðfærið er annars vegar. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira