Björgvin Karl Guðmundsson varð þrettándi í greininni sem hét Helena. Fyrir vikið féll Björgvin úr fjórða sæti í það sjötta. Hann er þó aðeins nokkrum stigum á eftir næstu mönnum. Bandaríkjamaðurinn Roman Khrennikov er þó kominn í yfirburðastöðu með 100 stiga á forskot á Kanadamanninn Jeffrey Adler.
Annie Mist Þórisdóttir var heldur ekki að finna sig í „Helenu“ og varð aðeins í 24. sæti í greininni. Hún féll því úr fimmta sætinu í það sjöunda.
Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í 19. sæti í greininni og er í 15. sæti á heildarstigalistanum en hún var í 12. sæti fyrir síðustu greinina í nótt.
Mótið heldur áfram í dag og verður sýnt beint frá mótinu á Vísi.