Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:57 Árni Friðleifsson, varðstjóri Skjáskot/Stöð 2 Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“ Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“
Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira