- Vogin er frá 23. september til 23. október.
Næstu 60 dagar gefa þér svo góða yfirsýn og þú færð staðfestingu á því frá alheiminum að það sem þú ert að vonast til að mæti þér, verður nákvæmlega þannig.
Ekki ergja þig í eina mínútu á annarra manna vandamálum því það eru ekki þín vandamál og þú getur ekki bjargað þeim sem vilja alls ekki láta bjarga sér. Alheimurinn er með lausn fyrir þig á flest öllum málum, biddu bara sterkt um það að þú sjáir lausnina á þessu eða hinu.
Þú mátt ekki velta þér upp úr vitleysu lausnin er ekki þar að finna. Þú ert svo flott týpa að orkan þín minnir mig frelsisstyttuna og allra augu hvort sem þú villt eða ekki verða á þér. Aðdáun og öfund blæs í kringum þig en það er ekki heldur þitt vandamál.
Og ef að öfundin væri virkjuð þá þyrfti ekkert rafmagn á íslandi. Dale Carnegie sagði svo ansi vel, í bókinni sinni, vinsældir og áhrif að „það er ekki sparkað í hundshræ“. Og mundu vel að aumur er öfundslaus maður svo vertu bara svolítið ánægður þó að illgirni annara hvæsi á þig.
Gleðin verður þessum erfiðleikum yfir sterkari því að þú getur öllu breytt ef þú bara villt það. Þú ert aðalleikarinn í þessari bíómynd því þér fara ekki auka hlutverk.
Knús og kossar
Sigga Kling

- Will Smith, leikari, 25. september
- Avril Lavigne, söngkona, 27. september
- Friðrik Ómar, söngvari, 4. október
- Lilja Dögg Afreðsdóttir, stjórnmálakona, 4. október
- Friðrik Dór Jónsson, söngvari, 7. október
- John Lennon, söngvari 9.október
- Zac Efron, leikari, 18. október
- Snoop Dogg, rappari, 20 október
- Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október