- Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.
Þessi tími er tengdur því að þú ert að undirbúa eitthvað stórkostlega merkilegt. Þú getur verið að gera þetta óafvitandi eða af því að þú veist að þú þarft þess. Þegar líða tekur lengra á mánuðinn þá finnur þú svo mikla tilhlökkun, því þú veist það er að bresta á betra líf í einhvers konar formi, spennan kemur til með að magnast í tilhlökkun.
Það skiptir svo miklu máli hvern þú ert að umgangast, hvaða fólk, því sumt fólk er hreinlega að ná þér niður á lága tíðni og þú verður eins og andlaus eða veikur í kringum það.
Sestu niður smá stund og hugsaðu hvernig þú leysir þetta til þess að þú fáir það frelsi og þá fegurð í hjarta þitt sem þú villt hafa. Mundu það, að þú ert þverskurðurinn af þeim fimm manneskjum sem þú umgengst og skoðaðu það, þá getur þú séð hver þú ert.
Allt verður sorterað og sett á réttan stað í lífs forminu þínu, þú finnur að þú hefur góð tök á því sem þú þarft að hafa tök á. Passaðu þig á því að vera ekki með of mikið af hugbreytandi efnum eins og áfengi og þess konar því það mun berja niður þinn mikla mátt.
Þetta tímabil verður eins og vel lukkuð veiðiferð og þú færð meira en þú bjóst við, til HAMINGJU með það.
Knús og kossar
Sigga Kling

- Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, 29. ágúst
- Cameron Diaz, leikkona, 30. ágúst
- Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör), rappari, 31. ágúst
- Keanu Reeves, leikari, 2. september
- Beyoncé Giselle Knowles-Carter, söngkona, 4. september
- Beyoncé Knowles, söngkona, 4. september
- Ari Eldjárn, grínisti, 5.september
- Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, 16. september
- Annie Mist Þórisdóttir, crossfit stjarna, 18. september