- Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí.
Það er eitthvað sem er búið að vera að hræða þig eða þú heldur að þú sért of seinn að breyta hlutunum í kringum þig, en ekkert nákvæmlega EKKERT er ómögulegt því að fyrsta ágúst þá var fullt tungl í vatnsbera merkinu og sú rosalega gjafmilda andlega orka flæðir inn í kerfið þitt.
Á nýju tungli eða í kringum nýtt tungl sem er þann 16. ágúst þá er eins og þú finnir á þér alla mögulega hluti. Þú getur kallað það hugboð því að þetta er náttúrulega boð til hugans.
Um leið og þú færð hugmyndina, sérð svo mynd í huganum á þér þá skaltu framkvæma eitthvað til þess að þetta hugboð virki. Þetta er svo merkilegt, það sem er að gerast þá og í guðanna bænum þá skaltu nýta þér þetta og þessa orku.
Þú ert að fara inn í tímabil mikillar visku og viskan gerir velferðina betri, lífið skýrara og þú sérð lífið skýrt. Og það verður engin hræðsla í för með þér. Þú verður alveg sáttur hvort sem að ástin sé í för með þér eða ekki.
Þú sérð líka að þú þarft ekki á neinum að halda nema sterkum sjálfum þér. Ef þú ert óöruggur í sambandi við húsnæði eða vinnu þá er að koma styrkur og vitneskja um hvernig þú ferð að öllu sem þú ætlar þér.
Knús og kossar
Sigga Kling

- Meryl Streep, leikkona, 22. júní
- Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní
- Ariana Grande, söngkona, 26. júní
- Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní
- Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní
- Díana prinsessa, 1. júlí
- Tom Cruise, leikari, 3. júlí
- Post Malone, söngvari, 4. júlí
- Frida Kahlo, listakona, 6. júlí
- Kevin Hart, grínisti, 6. júlí
- Tom Hanks, leikari, 9. júlí
- Selena Gomez, leikkona, 22. júlí