Nýr eigandi Bláhornsins með áfengisverslun í pípunum Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2023 13:58 Víðir Jónasson er stoltur nýr eigandi Bláhornsins. Víðir Jónasson gekk frá kaupum á Bláhorninu, gamalgrónum söluturni í miðborginni, í byrjun júlí. Hann segist vera með það í skoðun að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira