Fánaflöggun sé ekki þjóðremba: „Við eigum ekki að fela fánann okkar“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 19:30 Þorsteinn vill að Íslendingar taki Dani til fyrirmyndar varðandi fánann sinn. Vísir/Vilhelm Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni, finnst Íslendingar of íhaldssamir varðandi fánann sinn. Hann segir fánaflöggun ekki merki um þjóðrembu og að Íslendingar ættu að flagga við flest tilefni. „Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman. Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
„Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman.
Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira