Fánaflöggun sé ekki þjóðremba: „Við eigum ekki að fela fánann okkar“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 19:30 Þorsteinn vill að Íslendingar taki Dani til fyrirmyndar varðandi fánann sinn. Vísir/Vilhelm Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni, finnst Íslendingar of íhaldssamir varðandi fánann sinn. Hann segir fánaflöggun ekki merki um þjóðrembu og að Íslendingar ættu að flagga við flest tilefni. „Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman. Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman.
Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira