„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2023 12:00 Siggi stormur segir Þjóðhátíðargesti ekki þurfa að kippa sér upp við smá úrkomu. Sólin kíki líka til Eyja. Vísir/Elísabet Hanna Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. „Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“ Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
„Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira