Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2023 14:39 Lögreglu hefur lagt hald á tæp sjö kíló af kókaíni. John Rensten/Getty Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. Fjögur mál tengd innflutningi á kókaíni eru til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Handtökur í málunum fóru fram í síðustu og þar síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar í þessum málum. Ýmsum aðferðum var beitt við innflutning efnanna, meðal annars póst- og hraðsendingar sem og notkun burðardýrs. Alls voru níu handteknir í þessum aðgerðum en sex sitja nú í gæsluvarðhaldi. Í aðgerðum var samtals lagt hald á tæp sjö kíló af kókaíni. Hinir handteknu eru bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar. Ef marka má verðkönnun SÁÁ frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði sjö kílóa kókaíns sé um 115,5 milljónir króna. Þrír í haldi vegna skútumálsins Nóg virðist vera að gera hjá miðlægri rannsóknardeild en auk ofangreindra mála hefur deildin einnig til rannsóknar mál þar sem fíkniefni voru haldlögð í skútu fyrir utan Reykjanes. Í tilkynningu segir að í því máli sitji enn þrír í gæsluvarðhaldi. Hingað til hefur ekki verið greint frá því hversu mikið magn fíkniefna var í skútunni en í tilkynningu segir að lögregla hafi lagt hald á tæplega 160 kíló af hassi. Lögreglu grunar að hassið hafi verið flutt frá Danmörku og ætlaður áfangastaður hafi verið Grænland. Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Fjögur mál tengd innflutningi á kókaíni eru til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Handtökur í málunum fóru fram í síðustu og þar síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar í þessum málum. Ýmsum aðferðum var beitt við innflutning efnanna, meðal annars póst- og hraðsendingar sem og notkun burðardýrs. Alls voru níu handteknir í þessum aðgerðum en sex sitja nú í gæsluvarðhaldi. Í aðgerðum var samtals lagt hald á tæp sjö kíló af kókaíni. Hinir handteknu eru bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar. Ef marka má verðkönnun SÁÁ frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði sjö kílóa kókaíns sé um 115,5 milljónir króna. Þrír í haldi vegna skútumálsins Nóg virðist vera að gera hjá miðlægri rannsóknardeild en auk ofangreindra mála hefur deildin einnig til rannsóknar mál þar sem fíkniefni voru haldlögð í skútu fyrir utan Reykjanes. Í tilkynningu segir að í því máli sitji enn þrír í gæsluvarðhaldi. Hingað til hefur ekki verið greint frá því hversu mikið magn fíkniefna var í skútunni en í tilkynningu segir að lögregla hafi lagt hald á tæplega 160 kíló af hassi. Lögreglu grunar að hassið hafi verið flutt frá Danmörku og ætlaður áfangastaður hafi verið Grænland.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira