„Það á ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 07:01 Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee, ræddi opinskátt við blaðamann um líf sitt. Einar Árnason/Vísir „Frá því ég var lítill hef ég vitað að ég sker mig einhvern veginn úr. Ég fann að ég var öðruvísi,“ segir raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra hans sögu, meðal annars frá því hvernig hann kom út úr skápnum, hvernig það er að vera hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi, að spegla sig í öðrum og átta sig á því hver og hvernig maður er. Facebook myndband hjálpaði við að koma út „Ég átti eiginlega bara stelpuvinkonur þegar ég var yngri og ég fann að það var eitthvað sem ég þurfti að leysa úr læðingi hjá mér en ég bara þorði því aldrei.“ Það urðu straumhvörf í lífi Binna þegar hann byrjar á fyrsta ári í Menntaskólanum við Akureyri. „Ég man svo ótrúlega vel eftir því þegar ég sá myndband sem Guðmundur Kári eða Gummi tvíburi birti á Facebook þar sem hann var að koma út úr skápnum. Ég vissi þá að ég yrði að taka þetta skref. Ég var búinn að vita að ég væri hinsegin í mörg ár en Gummi veitti mér loksins innblásturinn til að koma út. Ég varð svo hamingjusamur á að horfa á þetta myndband, það var svo fallegt og gleðilegt.“ Binni sá myndband sem Gummi tvíburi deildi á Facebook þar sem hann var að koma út úr skápnum. Myndbandið veitti Binna mikla gleði sem og hugrekki til þess að koma sjálfur út.Einar Árnason/Vísir Langt ferli í átt að sínu sanna sjálfi Haustið 2015 kemur Binni svo út úr skápnum fyrir bekkjarsystrum sínum í MA. „Það var stelpukvöld og ég var auðvitað með,“ segir Binni hlæjandi og bætir við: „Ég kom út úr skápnum fyrir þær og þær tóku því ótrúlega vel. Stuttu síðar kom ég svo út úr skápnum fyrir strákunum í bekknum og það var heldur ekkert mál og mér leið svo vel, því það voru allir að taka svo vel í þetta. Ég var kominn í nýjan skóla og ég hugsaði að ég þyrfti loksins að leyfa mér að fá að vera bara ég sjálfur.“ Nokkrum mánuðum síðar kemur Binni út fyrir mömmu sinni og systur. „Mamma sá að ég hefði keypt förðunarvörur í Hagkaup. Mig minnir að hún hafi spurt mig blátt áfram á filippseysku: Ertu hommi? Ég varð smá móðgaður og sagði já ég er það. Þá svaraði hún bara loksins! Hún greinilega vissi það alveg og þá varð þetta miklu léttara. Ég var alltaf að búast við því versta við að koma út og að viðbrögðin yrðu slæm. Svo voru bara allir ótrúlega næs og tóku mjög vel í þetta.“ Binni upplifði mikinn létti við það að koma út.Aðsend Binni segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að koma út fyrir filippseysku fjölskyldu sinni. „Ég vissi alveg að þau myndu taka vel í þetta því ég á ótrúlega mikið af hinsegin frænkum og frændum úti. En ég var mest hræddur að koma út fyrir íslensku fjölskyldunni minni, þar er meira eldra fólk og ég var hræddur um að hún væri kannski með svona gamalt hugarástand.“ Binni kom því ekki út fyrir föðurfjölskyldu sinni fyrr en hálfu ári síðar, í júní 2016. „Það var svolítið erfitt því ég var að vinna með pabba á þessum tíma og einn daginn ákvað ég ég allt í einu að koma út úr skápnum fyrir pabba. Viðbrögðin hans voru að segja: „Ég trúi þessu ekki“ en ég held að hann hafi ekki verið að meina þetta í illu, hann bara hafði ekki áttað sig á þessu strax. Þá varð ég ótrúlega leiður, fór að gráta en svo næsta dag var bara allt í góðu lagi og það var ekkert sem breyttist. Svo frétti ég seinna að hann hafi sagt við vin minn sem var að vinna með okkur að hann væri ótrúlega stoltur af mér. Það lét mér líða ótrúlega vel því ég hélt að ég hefði eyðilagt eitthvað þarna þegar ég kom út úr skápnum fyrir honum.“ Það tók Binna lengri tíma að segja fjölskyldu sinni að hann væri hommi heldur en bekkjarsystkinum sínum. Einar Árnason/Vísir Vildi sýna að strákar gætu heldur betur málað sig Binni hefur vakið athygli á skjáum landsmanna í raunveruleikaseríunni Æði síðastliðin ár. Frægð hans hófst þó á samfélagsmiðlinum Snapchat fyrir rúmlega sjö árum síðan. „Ég byrjaði á Snapchat í apríl 2016. Eftir að ég kom út úr skápnum fór ég loks að njóta þess að hafa áhuga á förðun og verð duglegur að deila því á snappinu, mála mig og sýna frá förðunarvörum. Það bara sprakk út og ég fékk 5000 fylgjendur á einum sólarhring. Ég var í sjokki, ég var bara smábæjarstrákur á Akureyri. En svo hélt þetta áfram að rúlla, ég hélt áfram að sýna ást mína á förðunarvörum og sýna að strákar geti líka málað sig.“ Í upphafi ferilsins vildi Binni vekja athygli á því að strákar geti svo sannarlega málað sig.Aðsend Ómetanlegt að geta veitt öðrum styrk Binni hefur alla tíð haft áhuga á förðun en skorti fyrirmyndir í förðunarheiminum. „Ég var alltaf að hugsa afhverju það væru engir strákar að mála sig. Ég sá svo lítið af því nema á Youtube rásum hjá til dæmis förðunarfræðingnum Patrick Starrr. En ég held að það hafi algjörlega verið pláss fyrir þetta. Ég var ekkert að gera flottustu förðunina en fólk hafði áhuga á að horfa á mig mála mig og sýna frá, því það var þannig séð enginn karlmaður hér heima sem var í sviðsljósinu að sýna svipaða hluti.“ Binni segist einnig stöðugt hafa hugsað til þess hversu mikilvægt það væri að vera með fjölbreyttar fyrirmyndir og sýnileika. „Gummi hjálpaði mér svo mikið á sínum tíma og mig langaði líka að hjálpa öðru fólki að sýna því að það gæti verið það sjálft. Eftir að ég opnaði Snapchat aðganginn minn fékk ég svo ótrúlega mörg skilaboð frá fólki um að ég hafi hjálpað því að finna sig og koma út úr skápnum. Foreldrar eru enn oft að koma upp að mér og segja mér að börnin sín hafi komið út úr skápnum með minni hjálp. Það er ómetanlegt og ég fæ svo gott í hjartað. Að hugsa að ég hafi gert eitthvað gott með öllu sem ég hef verið að gera.“ Binni segir ómetanlegt að vita að hann geti haft jákvæð áhrif á aðra sem eiga erfitt með að koma út úr skápnum.Einar Árnason/Vísir Alltaf búist við því versta Binni segist aðallega hafa jákvæða reynslu af því að vera opinber hinsegin manneskja í íslensku samfélagi. „Í byrjun fékk maður pínu hatur frá nettröllum sem reyndu til dæmis að nota hommi sem niðrandi orð, sem er náttúrulega bara svo glatað. En svo eftir það hef ég bara fundið fyrir ótrúlega mikilli ást frá fólki. Ég er ennþá í svolitlu sjokki með það því ég hef einhvern veginn alltaf búist við því versta. Búist við því versta við að koma út, svo við því að vera opinber hinsegin manneskja, en svo var þetta bara allt í góðu. Og ég bara elska það.“ Hann segir magnað að hugsa til þess núna að ævintýrið hans hafi byrjað þegar hann var sextán ára gamall. „Ég trúi ekki að ég hafi þorað þessu svona ungur. Ég hef líka alltaf verið ótrúlega feimin manneskja með félagskvíða og félagsfælni og allt þetta. Ef ég pæli í því núna þá var ótrúlega skrýtið að ég hafi verið sextán ára og tekið svona stórt skref. Ég hefði ekki getað hugsað að ég gæti þetta. En svona er lífið og ég var bara hugrakkur. Mig langaði bara að fá pláss í samfélaginu.“ Þá bætir hann við að hann hefði ekki órað fyrir því að þetta myndi fara svona langt. „Það var aldrei planið. Ég byrjaði bara með lokaðan aðgang á Snapchat fyrir vini mína. Svo fóru þeir að segja mér að opna aðganginn minn fyrir öllum og þetta varð ótrúlega spennandi, öll þessi athygli. Þá fattaði ég að ég væri alveg athyglissjúkur líka,“ segir Binni og hlær. Binni segist vera mjög feiminn í grunninn en á sama tíma elskar hann athygli og þykir verðmætt að geta látið gott af sér leiða.Aðsend Leið eins og hann þyrfti að deila öllu Það getur verið erfitt að vera opinber persóna og spyr blaðamaður Binna hvort honum finnist hann að einhverju leyti skyldugur til þess að deila öllu með fylgjendum sínum. „Mér fannst fyrst eins og ég þyrfti að gera það. Ég var líka að ofhugsa allt og ég hugsaði að ef einhver fréttir eitthvað um mig sem ég var ekki búinn að deila þá líði þeim eins og ég sé ekki að vera ég sjálfur. Eins og til dæmis það að ég er kynsegin. Fólk byrjar að frétta það og hugsar þá kannski afhverju er hann ekki búinn að tala um þetta? En ég er núna búinn að læra að ég má líka eiga mitt eigið prívat líf. Það þarf ekki allt að fara á samfélagsmiðla. Ég er alveg opinn með mitt en þegar það eru stór skref eins og þessi þá vil ég fyrst halda því fyrir sjálfan mig. Mér fannst eins og ég þyrfti að deila öllu eftir að ég varð opinber persóna en nú verð ég að fá líka að vera mín eigin manneskja. Ég er líka með smá svona aðskildar persónur, Binna Glee og svo Brynjar Stein. Binni Glee er low key karakter sem er svona sjálfsöryggið en svo er Brynjar Steinn svona mýkri hliðin, prívat lífið og allt þetta.“ Binni kom út sem kynsegin fyrr á árinu.Einar Árnason/Vísir Fann sig í kynsegin skilgreiningunni Binni kom út sem kynsegin fyrr á árinu fyrir sína nánustu vini og segir það hafa verið ákveðna uppljómun. Binni notast við fornöfnin hann, hún og hán en segist þó enn nota hann mest. „Ég lét vini mína vita og setti það í close friends á Instagram en ég var ekkert opinberlega með neinar tilkynningar. Ég breytti reyndar líka fornöfnunum mínum á samfélagsmiðlum en ekkert meira en það. Ég vildi bara taka þessu hægt og rólega. Ég hélt oft að ég væri kannski trans en samt hef ég ekki náð að tengja almennilega við það. Ég hef þó oft velt því fyrir mér og ég hef alltaf verið svona „girly“ týpa. Eins og röddin mín til dæmis hefur oft þótt kvenleg. Ég er svo líka búinn að vera í laser til að taka skeggið mitt en ég tengi ekki neitt við skeggið mitt.“ Eitt kvöldið hafi hann svo verið að gúggla hver hann væri. „Ég var að facetime-a vin minn og sagði við hann að ég þyrfti að finna eitthvað orð. Auðvitað á það ekki við um alla, það er ekki nauðsynlegt að skilgreina sig en ég fann að ég þurfti að finna eitthvað sem ætti við um mig og hvað ég er.“ Leitarvefurinn Google hjálpaði Binna að átta sig á sér.Aðsend Mikilvægt að eiga orðin Binni segist hafa upplifað sig svolítið týndan þangað til að hann fór að lesa sig meira til um það að vera kynsegin (e. non-binary). „Ég byrjaði að tengja mjög mikið við það. Þú getur verið bæði karl og kona eða hvorugt eða einhvers staðar þar á milli og tengt meira við eitthvað ákveðið þennan daginn. Ég var bara vá, ég er alveg non-binary. Mér fannst ég hafa uppgötvað eitthvað innra með mér þegar að ég sá þetta orð non-binary. Ég get flakkað bæði á milli feminine og masculin, suma daga er ég meiri skvísa og meiri gæi aðra. Ég vissi þannig séð ekkert hvað kynsegin væri og gender fluid. Þetta eru svo mikið ný orð fyrir mér, þegar ég var yngri man ég ekki eftir að þessi orð hafi verið til eða í það minnsta verið aðgengileg. Við sem samfélag erum komin miklu lengra í dag sem er frábært. Það að geta fundið þetta orð hjálpaði svo mikið. Svo fann ég síðu sem sýndi íslenskar þýðingar sem hjálpaði svo mikið. Stundum les ég eitthvað á ensku og skil ekki og svo sér maður það á íslensku og þá skilur maður.“ Hér má finna orðalista frá samtökunum Trans Ísland yfir ýmsar hinsegin skilgreiningar. Öll fornöfn velkomin „Ég nota öll fornöfn og mér er alveg sama hvað fólk notar,“ segir Binni og bætir við að hann hafi sett fornöfnin he/she/they inn á samfélagsmiðlana sína. Binni segir að öll fornöfn séu velkomin.Aðsend „Ég fýla samt ennþá hann því ég tengi ennþá líka við hann. Þannig að ég segi við fólk sem ég hef þekkt lengi að það eigi að nota hann því það þekkir mig sem hann og mér finnst það líka þægilegra. En ef einhver segir hún þá finnst mér það líka bara flott. Ég er oft kallaður hún í vinnunni á Hrafnistu af gamla fólkinu og stundum af aðstandendum líka. Ég var líka einu sinni að vinna í símaveri og þá var eiginlega alltaf haldið að ég væri kona. Ég tók því aldrei illa eða leiðrétti það, það var aldrei vandamál fyrir mér. Þess vegna finnst mér líka passa svo vel að ég sé kynsegin. Af því það hefur aldrei böggað mig ef fólk kallar mig konu eða stúlku, ég gat frekar tengt við það. Þannig að öll fornöfn eru velkomin en mér finnst líka gott að nota hann. Queen er líka æði,“ segir Binni brosandi og bætir við: „Ég er sjálfur að læra að nota hán, þetta er enn nýtt fyrir mér og ég er stöðugt að læra. En það skiptir mig miklu máli að kunna þetta vel, líka sem virðingu fyrir annað kynsegin fólk. Ég hélt á tímapunkti að ég þyrfti að taka hán því flestir kynsegin einstaklingar sem ég vissi um nota hán. Ég var ekki viss hvort ég væri tilbúinn að nota það. Svo þegar ég las mig meira til þá komst ég að því að þú ræður hvaða fornafn þú notar og þá small þetta hjá mér.“ Binni ítrekar hvað fjölbreyttar fyrirmyndir skipta miklu máli og nefnir sem dæmi að stórstjarnan Demi Lovato hafi hjálpað honum mikið. „Demi kom út sem non-binary og notar núna fornöfnin she/them. Það er svo gott að hafa svona fyrirmyndir í fólki sem þú elskar. “ Demi Lovato var mikill innblástur fyrir Binna að koma út sem kynsegin og ýtir það undir mikilvægi fjölbreyttra fyrirmynda.Saga Sig Eftirminnilegt að hafa verið á vagni Binni á margar góðar minningar af Pride og stendur síðasta ár upp úr, þegar hann og félagar hans úr Æði voru saman á vagni í Gleðigöngunni. „Það var ótrúlega gaman og á sama tíma smá yfirþyrmandi að vera svolítið miðpunktur athyglinnar. Þetta var þó upplifun sem ég er ótrúlega þakklátur að hafa verið partur af.“ Binni fór í fyrsta skipti á Pride árið 2018 með vini sínum og hafði þá verið áberandi á samfélagsmiðlum í tvö ár. „Ég var í svörtu dressi með regnboga kögri og það var svo gaman að fagna manni sjálfum. Það var svo eftirminnilegt. Ég er líka alltaf í sjokki hvað það er mikið af fólki sem kemur og sýnir stuðning. Ég gat ekki ímyndað mér hvað það er mikið af fólki sem fer á Pride og það var svo magnað að sjá það í göngunni, sérstaklega í fyrra þar sem ég gat fylgst með öllu fólkinu sem mætti. Þetta er fólk sem kemur, sýnir stuðning og er bara living fyrir okkur hinsegin fólkið. Þetta er svo gaman og manni líður svo vel.“ Pride hefur alltaf verið eftirminnilegt fyrir Binna og segist hann það stöðugt koma á óvart hversu margir mæti og sýni stuðning.Aðsend Mikilvægt að Æði sé til Binni hefur sem áður segir vakið mikla athygli í raunveruleikaseríunni Æði sem hefur slegið í gegn í íslensku sjónvarpi og er fimmta sería væntanleg síðar á árinu á Stöð 2. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er bara búið að vera svo ótrúlega gaman. Auðvitað hefur þetta verið bæði upp og niður en á heildina litið stendur gleðin upp úr. Þetta eru líka svo mikil forréttindi. Að vera með sjónvarpsþátt á Stöð 2, fimm hommar að sýna frá lífi okkar. Það er geggjað og það er líka bara geggjað fyrir íslenskt samfélag og fjölbreytileikann.“ Binni bætir við hvað honum finnist mikilvægt að þessi sería sé til. „Ég er líka svo þakklátur Stöð 2 að þau hafi verið svona opin fyrir því að gera þessa þætti því þessi sýnileiki skiptir svo miklu máli. Að sýna þessa þætti af hinsegin fólki. Öll ástin sem maður hefur fengið eftir Æði, hún er ómetanleg. Maður veit aldrei hvort einhver manneskja sé kannski að horfa á Æði eða fylgjast með manni á samfélagsmiðlum og í leiðinni er maður að hjálpa henni að átta sig betur á sér sjálfri. Eða foreldrum sem eiga börn sem eru að koma út. “ Binni, Patrekur Jaime og Bassi Maraj hafa fylgst að í Æði frá seríu tvö.Anna Margrét „Vá, ég gerði þetta“ Binni segir mikilvægt að staldra við og leyfa sér að vera meðvitaður um áhrifin. „Ég finn alveg að við erum að hjálpa samfélaginu og gera góða hluti fyrir samfélagið. Ég hef alltaf sagt það og án þess að vilja vera með eitthvað egó þá veit ég alveg að ég hef gert ótrúlega góða hluti fyrir samfélagið og ég ætla alveg að leyfa mér að eiga það, eftir sjö ár sem opinber hinsegin manneskja. Það tók mig smá tíma samt að owna það. Núna lít ég til baka og hugsa bara vá, ég gerði þetta. Mér finnst þetta allt hafa verið svo mikið þess virði.“ Sjálfstraustið hefur ekki alltaf verið til staðar hjá Binna en hann segir að það sé loksins að koma. „Ég hef trú á mér núna en það er búið að vera ákveðið ferðalag. Ég trúi ekki enn að það séu sjö ár síðan ég byrjaði og ég er enn þá hér og ég er enn living. Það er svo magnað að staldra við og líta yfir farinn veg.“ Okei slay frasinn hans Binna Glee varð frekar sögulegur í íslensku samfélagi.Aðsend Fjölbreyttari fylgjendahópur í dag Þegar Æði serían fór fyrst af stað segist Binni ekki hafa verið tilbúinn fyrir sjónvarp. Í seríu tvö ákvað hann að vera með og sprakk sú sería algjörlega út. „Ég var ekki að búast við því. Þegar við fengum tölurnar yfir það hversu margir voru að horfa á Æði þá var ég bara vá, það eru allir að horfa á þetta. Ég heyrði til dæmis að því að sjómenn elskuðu þessa þætti.“ Hann segir áhugavert að fylgjast með því hvernig fylgendahópurinn hans hefur breyst í kjölfar þáttanna. „Þegar ég byrjaði á samfélagsmiðlum þá var ég meira að höfða til ungs fólks og svo eftir að Æði kom út fannst mér það meira hjálpa eldra fólkinu að skilja fjölbreytileikann og opna á umræðuna. Mér fannst þættirnir hjálpa líka foreldrum og fullorðnu fólki að skilja hvernig hinseginleikinn er. Það er ómetanlegt þegar fullorðið fólk kemur upp að manni og talar vel við mann.“ Binni fór með hlutverk í áramótaskaupinu 2021 og segist vera spenntur fyrir því að leika meira í framtíðinni.Aðsend Fann loksins frelsið eftir að hann kom út Hann segir enn fremur mikilvægt að vekja athygli á því að það eigi ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum. „Ég hef alla mína ævi vitað að ég sé hinsegin en ég var svo ótrúlega lengi að koma út úr skápnum. Mér fannst ég bara vera low key að lifa feik lífi og mér fannst ég ekki vera að lifa mínu sanna sjálfi. Svo þegar ég kom út úr skápnum fann ég loksins fyrir frelsi.“ Binni segist alla ævi hafa vitað að hann sé hinsegin. Hér er hann ungur að árum með systur sinni.Aðsend Það er ótrúlega margt sem Brynjar Steinn getur verið stoltur af og hefur hann með sanni haft mikil áhrif á fjölbreytta hinsegin senu Reykjavíkurborgar sem fer stöðugt stækkandi. Aðspurður hvað sé framundan segir Binni einfaldlega: „Ég veit það ekki. Ég er núna bara aðeins að njóta lífsins og er ekki að drífa mig í neina átt. Svo er ég náttúrulega að vinna á Hrafnistu og ég elska það svo mikið, það er bara best.“ Hann segist þó án efa hafa fundið sig í sjónvarpinu og langi á einhverjum tímapunkti að gera meira. Þó sé mikilvægt fyrir honum að gera ekkert í flýti. „Ég er náttúrulega búin að vera mjög opinber manneskja í sjö ár núna og þetta er búið að vera mikið. Þannig að mig langar að eiga smá prívat líf. En ég er spenntur fyrir komandi verkefnum, mig langar til dæmis að leika og sé fyrir mér að gera eitthvað tengt því á einhverjum tímapunkti. Æði gaf svo mikið tækifæri og mér finnst gaman að vera í sjónvarpi, ég veit það fyrir víst. Þannig að það verður spennandi að sjá hvert lífið fer með mig en ég ætla fyrst og fremst að fylgja mínum takti,“ segir Binni að lokum. Gleðigangan Hinsegin Æði Mannréttindi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Facebook myndband hjálpaði við að koma út „Ég átti eiginlega bara stelpuvinkonur þegar ég var yngri og ég fann að það var eitthvað sem ég þurfti að leysa úr læðingi hjá mér en ég bara þorði því aldrei.“ Það urðu straumhvörf í lífi Binna þegar hann byrjar á fyrsta ári í Menntaskólanum við Akureyri. „Ég man svo ótrúlega vel eftir því þegar ég sá myndband sem Guðmundur Kári eða Gummi tvíburi birti á Facebook þar sem hann var að koma út úr skápnum. Ég vissi þá að ég yrði að taka þetta skref. Ég var búinn að vita að ég væri hinsegin í mörg ár en Gummi veitti mér loksins innblásturinn til að koma út. Ég varð svo hamingjusamur á að horfa á þetta myndband, það var svo fallegt og gleðilegt.“ Binni sá myndband sem Gummi tvíburi deildi á Facebook þar sem hann var að koma út úr skápnum. Myndbandið veitti Binna mikla gleði sem og hugrekki til þess að koma sjálfur út.Einar Árnason/Vísir Langt ferli í átt að sínu sanna sjálfi Haustið 2015 kemur Binni svo út úr skápnum fyrir bekkjarsystrum sínum í MA. „Það var stelpukvöld og ég var auðvitað með,“ segir Binni hlæjandi og bætir við: „Ég kom út úr skápnum fyrir þær og þær tóku því ótrúlega vel. Stuttu síðar kom ég svo út úr skápnum fyrir strákunum í bekknum og það var heldur ekkert mál og mér leið svo vel, því það voru allir að taka svo vel í þetta. Ég var kominn í nýjan skóla og ég hugsaði að ég þyrfti loksins að leyfa mér að fá að vera bara ég sjálfur.“ Nokkrum mánuðum síðar kemur Binni út fyrir mömmu sinni og systur. „Mamma sá að ég hefði keypt förðunarvörur í Hagkaup. Mig minnir að hún hafi spurt mig blátt áfram á filippseysku: Ertu hommi? Ég varð smá móðgaður og sagði já ég er það. Þá svaraði hún bara loksins! Hún greinilega vissi það alveg og þá varð þetta miklu léttara. Ég var alltaf að búast við því versta við að koma út og að viðbrögðin yrðu slæm. Svo voru bara allir ótrúlega næs og tóku mjög vel í þetta.“ Binni upplifði mikinn létti við það að koma út.Aðsend Binni segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að koma út fyrir filippseysku fjölskyldu sinni. „Ég vissi alveg að þau myndu taka vel í þetta því ég á ótrúlega mikið af hinsegin frænkum og frændum úti. En ég var mest hræddur að koma út fyrir íslensku fjölskyldunni minni, þar er meira eldra fólk og ég var hræddur um að hún væri kannski með svona gamalt hugarástand.“ Binni kom því ekki út fyrir föðurfjölskyldu sinni fyrr en hálfu ári síðar, í júní 2016. „Það var svolítið erfitt því ég var að vinna með pabba á þessum tíma og einn daginn ákvað ég ég allt í einu að koma út úr skápnum fyrir pabba. Viðbrögðin hans voru að segja: „Ég trúi þessu ekki“ en ég held að hann hafi ekki verið að meina þetta í illu, hann bara hafði ekki áttað sig á þessu strax. Þá varð ég ótrúlega leiður, fór að gráta en svo næsta dag var bara allt í góðu lagi og það var ekkert sem breyttist. Svo frétti ég seinna að hann hafi sagt við vin minn sem var að vinna með okkur að hann væri ótrúlega stoltur af mér. Það lét mér líða ótrúlega vel því ég hélt að ég hefði eyðilagt eitthvað þarna þegar ég kom út úr skápnum fyrir honum.“ Það tók Binna lengri tíma að segja fjölskyldu sinni að hann væri hommi heldur en bekkjarsystkinum sínum. Einar Árnason/Vísir Vildi sýna að strákar gætu heldur betur málað sig Binni hefur vakið athygli á skjáum landsmanna í raunveruleikaseríunni Æði síðastliðin ár. Frægð hans hófst þó á samfélagsmiðlinum Snapchat fyrir rúmlega sjö árum síðan. „Ég byrjaði á Snapchat í apríl 2016. Eftir að ég kom út úr skápnum fór ég loks að njóta þess að hafa áhuga á förðun og verð duglegur að deila því á snappinu, mála mig og sýna frá förðunarvörum. Það bara sprakk út og ég fékk 5000 fylgjendur á einum sólarhring. Ég var í sjokki, ég var bara smábæjarstrákur á Akureyri. En svo hélt þetta áfram að rúlla, ég hélt áfram að sýna ást mína á förðunarvörum og sýna að strákar geti líka málað sig.“ Í upphafi ferilsins vildi Binni vekja athygli á því að strákar geti svo sannarlega málað sig.Aðsend Ómetanlegt að geta veitt öðrum styrk Binni hefur alla tíð haft áhuga á förðun en skorti fyrirmyndir í förðunarheiminum. „Ég var alltaf að hugsa afhverju það væru engir strákar að mála sig. Ég sá svo lítið af því nema á Youtube rásum hjá til dæmis förðunarfræðingnum Patrick Starrr. En ég held að það hafi algjörlega verið pláss fyrir þetta. Ég var ekkert að gera flottustu förðunina en fólk hafði áhuga á að horfa á mig mála mig og sýna frá, því það var þannig séð enginn karlmaður hér heima sem var í sviðsljósinu að sýna svipaða hluti.“ Binni segist einnig stöðugt hafa hugsað til þess hversu mikilvægt það væri að vera með fjölbreyttar fyrirmyndir og sýnileika. „Gummi hjálpaði mér svo mikið á sínum tíma og mig langaði líka að hjálpa öðru fólki að sýna því að það gæti verið það sjálft. Eftir að ég opnaði Snapchat aðganginn minn fékk ég svo ótrúlega mörg skilaboð frá fólki um að ég hafi hjálpað því að finna sig og koma út úr skápnum. Foreldrar eru enn oft að koma upp að mér og segja mér að börnin sín hafi komið út úr skápnum með minni hjálp. Það er ómetanlegt og ég fæ svo gott í hjartað. Að hugsa að ég hafi gert eitthvað gott með öllu sem ég hef verið að gera.“ Binni segir ómetanlegt að vita að hann geti haft jákvæð áhrif á aðra sem eiga erfitt með að koma út úr skápnum.Einar Árnason/Vísir Alltaf búist við því versta Binni segist aðallega hafa jákvæða reynslu af því að vera opinber hinsegin manneskja í íslensku samfélagi. „Í byrjun fékk maður pínu hatur frá nettröllum sem reyndu til dæmis að nota hommi sem niðrandi orð, sem er náttúrulega bara svo glatað. En svo eftir það hef ég bara fundið fyrir ótrúlega mikilli ást frá fólki. Ég er ennþá í svolitlu sjokki með það því ég hef einhvern veginn alltaf búist við því versta. Búist við því versta við að koma út, svo við því að vera opinber hinsegin manneskja, en svo var þetta bara allt í góðu. Og ég bara elska það.“ Hann segir magnað að hugsa til þess núna að ævintýrið hans hafi byrjað þegar hann var sextán ára gamall. „Ég trúi ekki að ég hafi þorað þessu svona ungur. Ég hef líka alltaf verið ótrúlega feimin manneskja með félagskvíða og félagsfælni og allt þetta. Ef ég pæli í því núna þá var ótrúlega skrýtið að ég hafi verið sextán ára og tekið svona stórt skref. Ég hefði ekki getað hugsað að ég gæti þetta. En svona er lífið og ég var bara hugrakkur. Mig langaði bara að fá pláss í samfélaginu.“ Þá bætir hann við að hann hefði ekki órað fyrir því að þetta myndi fara svona langt. „Það var aldrei planið. Ég byrjaði bara með lokaðan aðgang á Snapchat fyrir vini mína. Svo fóru þeir að segja mér að opna aðganginn minn fyrir öllum og þetta varð ótrúlega spennandi, öll þessi athygli. Þá fattaði ég að ég væri alveg athyglissjúkur líka,“ segir Binni og hlær. Binni segist vera mjög feiminn í grunninn en á sama tíma elskar hann athygli og þykir verðmætt að geta látið gott af sér leiða.Aðsend Leið eins og hann þyrfti að deila öllu Það getur verið erfitt að vera opinber persóna og spyr blaðamaður Binna hvort honum finnist hann að einhverju leyti skyldugur til þess að deila öllu með fylgjendum sínum. „Mér fannst fyrst eins og ég þyrfti að gera það. Ég var líka að ofhugsa allt og ég hugsaði að ef einhver fréttir eitthvað um mig sem ég var ekki búinn að deila þá líði þeim eins og ég sé ekki að vera ég sjálfur. Eins og til dæmis það að ég er kynsegin. Fólk byrjar að frétta það og hugsar þá kannski afhverju er hann ekki búinn að tala um þetta? En ég er núna búinn að læra að ég má líka eiga mitt eigið prívat líf. Það þarf ekki allt að fara á samfélagsmiðla. Ég er alveg opinn með mitt en þegar það eru stór skref eins og þessi þá vil ég fyrst halda því fyrir sjálfan mig. Mér fannst eins og ég þyrfti að deila öllu eftir að ég varð opinber persóna en nú verð ég að fá líka að vera mín eigin manneskja. Ég er líka með smá svona aðskildar persónur, Binna Glee og svo Brynjar Stein. Binni Glee er low key karakter sem er svona sjálfsöryggið en svo er Brynjar Steinn svona mýkri hliðin, prívat lífið og allt þetta.“ Binni kom út sem kynsegin fyrr á árinu.Einar Árnason/Vísir Fann sig í kynsegin skilgreiningunni Binni kom út sem kynsegin fyrr á árinu fyrir sína nánustu vini og segir það hafa verið ákveðna uppljómun. Binni notast við fornöfnin hann, hún og hán en segist þó enn nota hann mest. „Ég lét vini mína vita og setti það í close friends á Instagram en ég var ekkert opinberlega með neinar tilkynningar. Ég breytti reyndar líka fornöfnunum mínum á samfélagsmiðlum en ekkert meira en það. Ég vildi bara taka þessu hægt og rólega. Ég hélt oft að ég væri kannski trans en samt hef ég ekki náð að tengja almennilega við það. Ég hef þó oft velt því fyrir mér og ég hef alltaf verið svona „girly“ týpa. Eins og röddin mín til dæmis hefur oft þótt kvenleg. Ég er svo líka búinn að vera í laser til að taka skeggið mitt en ég tengi ekki neitt við skeggið mitt.“ Eitt kvöldið hafi hann svo verið að gúggla hver hann væri. „Ég var að facetime-a vin minn og sagði við hann að ég þyrfti að finna eitthvað orð. Auðvitað á það ekki við um alla, það er ekki nauðsynlegt að skilgreina sig en ég fann að ég þurfti að finna eitthvað sem ætti við um mig og hvað ég er.“ Leitarvefurinn Google hjálpaði Binna að átta sig á sér.Aðsend Mikilvægt að eiga orðin Binni segist hafa upplifað sig svolítið týndan þangað til að hann fór að lesa sig meira til um það að vera kynsegin (e. non-binary). „Ég byrjaði að tengja mjög mikið við það. Þú getur verið bæði karl og kona eða hvorugt eða einhvers staðar þar á milli og tengt meira við eitthvað ákveðið þennan daginn. Ég var bara vá, ég er alveg non-binary. Mér fannst ég hafa uppgötvað eitthvað innra með mér þegar að ég sá þetta orð non-binary. Ég get flakkað bæði á milli feminine og masculin, suma daga er ég meiri skvísa og meiri gæi aðra. Ég vissi þannig séð ekkert hvað kynsegin væri og gender fluid. Þetta eru svo mikið ný orð fyrir mér, þegar ég var yngri man ég ekki eftir að þessi orð hafi verið til eða í það minnsta verið aðgengileg. Við sem samfélag erum komin miklu lengra í dag sem er frábært. Það að geta fundið þetta orð hjálpaði svo mikið. Svo fann ég síðu sem sýndi íslenskar þýðingar sem hjálpaði svo mikið. Stundum les ég eitthvað á ensku og skil ekki og svo sér maður það á íslensku og þá skilur maður.“ Hér má finna orðalista frá samtökunum Trans Ísland yfir ýmsar hinsegin skilgreiningar. Öll fornöfn velkomin „Ég nota öll fornöfn og mér er alveg sama hvað fólk notar,“ segir Binni og bætir við að hann hafi sett fornöfnin he/she/they inn á samfélagsmiðlana sína. Binni segir að öll fornöfn séu velkomin.Aðsend „Ég fýla samt ennþá hann því ég tengi ennþá líka við hann. Þannig að ég segi við fólk sem ég hef þekkt lengi að það eigi að nota hann því það þekkir mig sem hann og mér finnst það líka þægilegra. En ef einhver segir hún þá finnst mér það líka bara flott. Ég er oft kallaður hún í vinnunni á Hrafnistu af gamla fólkinu og stundum af aðstandendum líka. Ég var líka einu sinni að vinna í símaveri og þá var eiginlega alltaf haldið að ég væri kona. Ég tók því aldrei illa eða leiðrétti það, það var aldrei vandamál fyrir mér. Þess vegna finnst mér líka passa svo vel að ég sé kynsegin. Af því það hefur aldrei böggað mig ef fólk kallar mig konu eða stúlku, ég gat frekar tengt við það. Þannig að öll fornöfn eru velkomin en mér finnst líka gott að nota hann. Queen er líka æði,“ segir Binni brosandi og bætir við: „Ég er sjálfur að læra að nota hán, þetta er enn nýtt fyrir mér og ég er stöðugt að læra. En það skiptir mig miklu máli að kunna þetta vel, líka sem virðingu fyrir annað kynsegin fólk. Ég hélt á tímapunkti að ég þyrfti að taka hán því flestir kynsegin einstaklingar sem ég vissi um nota hán. Ég var ekki viss hvort ég væri tilbúinn að nota það. Svo þegar ég las mig meira til þá komst ég að því að þú ræður hvaða fornafn þú notar og þá small þetta hjá mér.“ Binni ítrekar hvað fjölbreyttar fyrirmyndir skipta miklu máli og nefnir sem dæmi að stórstjarnan Demi Lovato hafi hjálpað honum mikið. „Demi kom út sem non-binary og notar núna fornöfnin she/them. Það er svo gott að hafa svona fyrirmyndir í fólki sem þú elskar. “ Demi Lovato var mikill innblástur fyrir Binna að koma út sem kynsegin og ýtir það undir mikilvægi fjölbreyttra fyrirmynda.Saga Sig Eftirminnilegt að hafa verið á vagni Binni á margar góðar minningar af Pride og stendur síðasta ár upp úr, þegar hann og félagar hans úr Æði voru saman á vagni í Gleðigöngunni. „Það var ótrúlega gaman og á sama tíma smá yfirþyrmandi að vera svolítið miðpunktur athyglinnar. Þetta var þó upplifun sem ég er ótrúlega þakklátur að hafa verið partur af.“ Binni fór í fyrsta skipti á Pride árið 2018 með vini sínum og hafði þá verið áberandi á samfélagsmiðlum í tvö ár. „Ég var í svörtu dressi með regnboga kögri og það var svo gaman að fagna manni sjálfum. Það var svo eftirminnilegt. Ég er líka alltaf í sjokki hvað það er mikið af fólki sem kemur og sýnir stuðning. Ég gat ekki ímyndað mér hvað það er mikið af fólki sem fer á Pride og það var svo magnað að sjá það í göngunni, sérstaklega í fyrra þar sem ég gat fylgst með öllu fólkinu sem mætti. Þetta er fólk sem kemur, sýnir stuðning og er bara living fyrir okkur hinsegin fólkið. Þetta er svo gaman og manni líður svo vel.“ Pride hefur alltaf verið eftirminnilegt fyrir Binna og segist hann það stöðugt koma á óvart hversu margir mæti og sýni stuðning.Aðsend Mikilvægt að Æði sé til Binni hefur sem áður segir vakið mikla athygli í raunveruleikaseríunni Æði sem hefur slegið í gegn í íslensku sjónvarpi og er fimmta sería væntanleg síðar á árinu á Stöð 2. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er bara búið að vera svo ótrúlega gaman. Auðvitað hefur þetta verið bæði upp og niður en á heildina litið stendur gleðin upp úr. Þetta eru líka svo mikil forréttindi. Að vera með sjónvarpsþátt á Stöð 2, fimm hommar að sýna frá lífi okkar. Það er geggjað og það er líka bara geggjað fyrir íslenskt samfélag og fjölbreytileikann.“ Binni bætir við hvað honum finnist mikilvægt að þessi sería sé til. „Ég er líka svo þakklátur Stöð 2 að þau hafi verið svona opin fyrir því að gera þessa þætti því þessi sýnileiki skiptir svo miklu máli. Að sýna þessa þætti af hinsegin fólki. Öll ástin sem maður hefur fengið eftir Æði, hún er ómetanleg. Maður veit aldrei hvort einhver manneskja sé kannski að horfa á Æði eða fylgjast með manni á samfélagsmiðlum og í leiðinni er maður að hjálpa henni að átta sig betur á sér sjálfri. Eða foreldrum sem eiga börn sem eru að koma út. “ Binni, Patrekur Jaime og Bassi Maraj hafa fylgst að í Æði frá seríu tvö.Anna Margrét „Vá, ég gerði þetta“ Binni segir mikilvægt að staldra við og leyfa sér að vera meðvitaður um áhrifin. „Ég finn alveg að við erum að hjálpa samfélaginu og gera góða hluti fyrir samfélagið. Ég hef alltaf sagt það og án þess að vilja vera með eitthvað egó þá veit ég alveg að ég hef gert ótrúlega góða hluti fyrir samfélagið og ég ætla alveg að leyfa mér að eiga það, eftir sjö ár sem opinber hinsegin manneskja. Það tók mig smá tíma samt að owna það. Núna lít ég til baka og hugsa bara vá, ég gerði þetta. Mér finnst þetta allt hafa verið svo mikið þess virði.“ Sjálfstraustið hefur ekki alltaf verið til staðar hjá Binna en hann segir að það sé loksins að koma. „Ég hef trú á mér núna en það er búið að vera ákveðið ferðalag. Ég trúi ekki enn að það séu sjö ár síðan ég byrjaði og ég er enn þá hér og ég er enn living. Það er svo magnað að staldra við og líta yfir farinn veg.“ Okei slay frasinn hans Binna Glee varð frekar sögulegur í íslensku samfélagi.Aðsend Fjölbreyttari fylgjendahópur í dag Þegar Æði serían fór fyrst af stað segist Binni ekki hafa verið tilbúinn fyrir sjónvarp. Í seríu tvö ákvað hann að vera með og sprakk sú sería algjörlega út. „Ég var ekki að búast við því. Þegar við fengum tölurnar yfir það hversu margir voru að horfa á Æði þá var ég bara vá, það eru allir að horfa á þetta. Ég heyrði til dæmis að því að sjómenn elskuðu þessa þætti.“ Hann segir áhugavert að fylgjast með því hvernig fylgendahópurinn hans hefur breyst í kjölfar þáttanna. „Þegar ég byrjaði á samfélagsmiðlum þá var ég meira að höfða til ungs fólks og svo eftir að Æði kom út fannst mér það meira hjálpa eldra fólkinu að skilja fjölbreytileikann og opna á umræðuna. Mér fannst þættirnir hjálpa líka foreldrum og fullorðnu fólki að skilja hvernig hinseginleikinn er. Það er ómetanlegt þegar fullorðið fólk kemur upp að manni og talar vel við mann.“ Binni fór með hlutverk í áramótaskaupinu 2021 og segist vera spenntur fyrir því að leika meira í framtíðinni.Aðsend Fann loksins frelsið eftir að hann kom út Hann segir enn fremur mikilvægt að vekja athygli á því að það eigi ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum. „Ég hef alla mína ævi vitað að ég sé hinsegin en ég var svo ótrúlega lengi að koma út úr skápnum. Mér fannst ég bara vera low key að lifa feik lífi og mér fannst ég ekki vera að lifa mínu sanna sjálfi. Svo þegar ég kom út úr skápnum fann ég loksins fyrir frelsi.“ Binni segist alla ævi hafa vitað að hann sé hinsegin. Hér er hann ungur að árum með systur sinni.Aðsend Það er ótrúlega margt sem Brynjar Steinn getur verið stoltur af og hefur hann með sanni haft mikil áhrif á fjölbreytta hinsegin senu Reykjavíkurborgar sem fer stöðugt stækkandi. Aðspurður hvað sé framundan segir Binni einfaldlega: „Ég veit það ekki. Ég er núna bara aðeins að njóta lífsins og er ekki að drífa mig í neina átt. Svo er ég náttúrulega að vinna á Hrafnistu og ég elska það svo mikið, það er bara best.“ Hann segist þó án efa hafa fundið sig í sjónvarpinu og langi á einhverjum tímapunkti að gera meira. Þó sé mikilvægt fyrir honum að gera ekkert í flýti. „Ég er náttúrulega búin að vera mjög opinber manneskja í sjö ár núna og þetta er búið að vera mikið. Þannig að mig langar að eiga smá prívat líf. En ég er spenntur fyrir komandi verkefnum, mig langar til dæmis að leika og sé fyrir mér að gera eitthvað tengt því á einhverjum tímapunkti. Æði gaf svo mikið tækifæri og mér finnst gaman að vera í sjónvarpi, ég veit það fyrir víst. Þannig að það verður spennandi að sjá hvert lífið fer með mig en ég ætla fyrst og fremst að fylgja mínum takti,“ segir Binni að lokum.
Gleðigangan Hinsegin Æði Mannréttindi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira