„Börn“ Anníe Mistar og Katrínar Tönju í sviðsljósinu á skráningardeginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 08:31 Frederik Ægidius, Freyja Mist Frederiksdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir brugðu á leik. Instagram/@anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag með keppni í aldursflokkum og hjá fötluðum en keppnin um heimsmeistaratitil karla og kvenna hefst ekki fyrr á fimmtudaginn. Keppendur skráðu sig til leiks í gær og staðfestu komu sína til Madison. Keppendur fóru þá einnig í alls konar myndatöku og fengu afhentan keppnisklæðnað sinn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru tvær af reynslumestu keppendum mótsins enda Anníe Mist á sínum þrettándu leikum og Katrín Tanja á sínum tíundu. Þær eru líka einu konurnar í keppninni í ár sem hafa orðið heimsmeistarar. Það má segja að börn þeirra beggja hafi fengið að deila með þeim sviðsljósinu á skráningardeginum því báðar eru þær auðvitað með alla fjölskyldu sína með. Anníe Mist var með manninn sinn Frederik Ægidius og að verða þriggja ára dóttur sína Freyju Mist sem brosti út að eyrum á flestum myndum. Það væri gaman að sjá hana feta þessa slóð í framtíðinni og þá eru þessar myndir gulls ígildi. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro Katrín Tanja var aftur á móti með kærasta sinn Brooks Laich og báða hundana þeirra. Theo, hundurinn hennar Katrínar hefur vakið mikla lukku ekki síst þegar hann er að taka þátt í æfingunum með henni. Freyja Mist fékk meðal annars ljón að gjöf sem gæti jafnvel sloppið sem tuskudúkka af Theo í augum einhverja. Það þarf ekki að koma á óvart að okkar konur hafi vakið mesta athygli ljósmyndara CrossFit samtakanna sem birtu fyrst myndir af fjölskyldum íslensku CrossFit stjarnanna áður en þeir syndu aðra eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Keppendur skráðu sig til leiks í gær og staðfestu komu sína til Madison. Keppendur fóru þá einnig í alls konar myndatöku og fengu afhentan keppnisklæðnað sinn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru tvær af reynslumestu keppendum mótsins enda Anníe Mist á sínum þrettándu leikum og Katrín Tanja á sínum tíundu. Þær eru líka einu konurnar í keppninni í ár sem hafa orðið heimsmeistarar. Það má segja að börn þeirra beggja hafi fengið að deila með þeim sviðsljósinu á skráningardeginum því báðar eru þær auðvitað með alla fjölskyldu sína með. Anníe Mist var með manninn sinn Frederik Ægidius og að verða þriggja ára dóttur sína Freyju Mist sem brosti út að eyrum á flestum myndum. Það væri gaman að sjá hana feta þessa slóð í framtíðinni og þá eru þessar myndir gulls ígildi. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro Katrín Tanja var aftur á móti með kærasta sinn Brooks Laich og báða hundana þeirra. Theo, hundurinn hennar Katrínar hefur vakið mikla lukku ekki síst þegar hann er að taka þátt í æfingunum með henni. Freyja Mist fékk meðal annars ljón að gjöf sem gæti jafnvel sloppið sem tuskudúkka af Theo í augum einhverja. Það þarf ekki að koma á óvart að okkar konur hafi vakið mesta athygli ljósmyndara CrossFit samtakanna sem birtu fyrst myndir af fjölskyldum íslensku CrossFit stjarnanna áður en þeir syndu aðra eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira