„Vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson rifjar upp eftirminnilega Gleðigöngu. Vísir/Vilhelm „Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014: Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tilbúinn að gera þetta sama hvað „Fyrsta Gleðigangan árið 2000 líður mér aldrei úr minni. Við vorum að klambra göngunni saman án þess að hafa nokkra reynslu af slíku og höfðum ekki hugmynd um hvort nokkur myndi mæta niður í bæ fyrir það fyrsta. Ég man að ég var tilbúinn til að gera þetta þótt göturnar yrðu tómar og ekki kjaftur á svæðinu,“ segir Páll Óskar en dagurinn átti sannarlega eftir að koma honum á óvart. Fagnaðarhróp komu í stað fúkyrða „Svo lagði gangan af stað frá Hlemmi og þegar trukkurinn beygði inn á Laugaveg blasti við sjón sem ég mun aldrei gleyma. Gangstéttir fullar af fólki, sem var mætt til að sýna stuðning og samhug. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði slíkt á Laugaveginum, sem er akkúrat gatan þar sem ég var vanur að heyra fúkyrðum hreytt í mig en ekki fagnaðarhrópum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými. Við vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum. Við vorum mætt í eigin skinni í almannarými í dagsbirtu og stuðningurinn var raunverulegur og sýndur í framkvæmd. Við nennum ekki fleiri flökkusögum um okkur. Það er nóg af fólki sem vill gjarnan búa þær til og dreifa þeim áfram.“ Páll Óskar er þekktur fyrir glæsilegan vagn sinn, gleði og dúndrandi tónlist á Pride. Vísir/Tinni Út með hatrið, inn með ástina Páll Óskar hefur sannarlega verið brautryðjandi í íslensku samfélagi og fjalla lögin hans meðal annars um kraft ástarinnar og fjölbreytileikans. „Sú eina sem getur og hefur leyfi til að búa okkur til er móðir náttúra. Við erum þakklát móður náttúru fyrir að hafa búið okkur til, nákvæmlega eins og við erum. Við höfum engan áhuga á að vera neitt annað og við krefjumst þess að fá að vera tilfinningalega frjáls án skilyrða, útskúfunar og jaðarsetningar. Út með hatrið, inn með ástina!“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar undirbúa sig fyrir Gleðigönguna 2014:
Gleðigangan Hinsegin Ástin og lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira