Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 06:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að breið sátt verði um breytingar á útsýnisflugi þyrlna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira