Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 06:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að breið sátt verði um breytingar á útsýnisflugi þyrlna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru margir orðnir þreyttir á hávaða af völdum útsýnisflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir eldstöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerjafirði sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku gríðarlega umferð útsýnisþyrlna vera skerðingu á lífsgæðum. Ekki nóg að senda Isavia ábendingar „Útsýnisflug á þyrlum frá Reykjavíkurflugvelli veldur miklu ónæði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúðabyggð þannig að ónæði valdi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í skriflegu svari til Vísis. Hann segir fjöldamargar ábendingar hafa borist borgaryfirvöldum um ónæði vegna stóraukinnar umferðar þyrlna undanfarin ár. Það hafi aukist í kjölfar gosa á Reykjanesi og ábendingum sömuleiðis. „Þegar spurt er hvað borgaryfirvöld geta gert þá hefur Heilbrigðiseftirlitið eftirlit með hávaða og ónæði. Mikilvægt er að senda því ábendingar eða kvartanir. Ekki er nægjanlegt að senda Isavia, rekstraraðila Reykjavikurflugvallar ábendingar, líkt og ég tek eftir að einhverjir hafa verið að benda á.“ Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Æskilegt að breið sátt náist um málið Dagur segir að stóra verkefnið nú sé að skoða aðra astöðusköpun og lendingarstaði fyrir þyrlufyrirtækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir aðstöðu á Hólmsheiði á dögunum. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst útsýnisfluginu almennt, án þess að valdi sambærilegu ónæði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æskilegt ef hægt væri að útfæra þetta þannig að breið sátt náist um málið.“ Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tímabundna aðstöðu vegna mikillar aukningar á ferðum útsýnisþyrlna en ekki væri síður áhugavert að skoða staðsetninguna til frambúðar. Dagur segir stjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafa einnig kvartað undan hávaða vegna útsýnisþyrlna.„Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt þetta á sameiginlegum vettvangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frumkvæði íbúa Kársness sem alþjóðaflug fluttist til Keflavíkur og næturflug var bannað af Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Einmitt vegna ónæðis.“ Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira