„Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 07:01 Felix Bergsson ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. Felix ræddi við blaðamann um eftirminnilega Gleðigöngu árið 2000. Instagram @felixbergsson „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“ Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“
Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira