„Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 07:01 Felix Bergsson ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. Felix ræddi við blaðamann um eftirminnilega Gleðigöngu árið 2000. Instagram @felixbergsson „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“ Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“
Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Sjá meira