Á Facebook síðunni Keflavík Karfa kemur fram að þetta sé hörku leikmaður og að miklar væntingar séu bundnar við hann. Hann kemur frá gríska félaginu Lavro þar sem hann spilaði í efstu deild þar í landi.
Martin átti flottan háskólaferil en hann spilaði í fjögur ár í NCAA deildinni með Arizona State og eitt ár með Kansas City sem Super Senior.
Með Kansas gerði Martin sér lítið fyrir og sigraði bandarísku háskólakeppnina. Úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans er betur þekkt sem March Madness. Það ku vera einn allra stærsti viðburður í körfuboltaheiminum.
Ekki nóg með að vinna háskólakeppnina þá var hann lykilmaður í sigrinum og var að lokum valinn besti leikmaður keppninnar.