Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2023 07:01 Fólk ætti að skoða sig vel um í kringum heimilið áður en haldið er í ferðalag. Vísir/Getty Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“ Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“
Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira