Hvað er siðblinda? Birgir Dýrfjörð skrifar 28. júlí 2023 10:31 Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun