Vegir liggja til allra átta Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 28. júlí 2023 20:01 Atvinnumálanefnd Dalabyggðar gerði í vor úttekt á þeim rúmlega 400 km sem vegakerfi sveitarfélagsins samanstendur af og vann upp úr henni forgangsröðun. Þess ber að geta og þurfti ekki fyrrnefnda úttekt til að komast að þeirri niðurstöðu, að alltof stór hluti þeirra kílómetra eru malarvegir. Það vildi svo til að drög að nýrri samgönguáætlun komu inn á Samráðsgátt stjórnvalda þegar verið var að leggja lokahönd á úttekt og forgangsröðun og því ákvað Dalabyggð að auk umsagnar um samgönguáætlun myndi fyrrnefnd úttekt fylgja með sem fylgigagn. Eitt stærsta og brýnasta vegamál í Dalabyggð er Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur 54), en hann er eini stofnvegur á Vesturlandi sem ekki er bundinn slitlagi og sá lengsti á láglendi sem en er án slitlags. Mikilvægt er að halda því til haga í allri umræðu að Skógarstrandavegurinn er stofnvegur, ekki tengivegur eða önnur vegtegund, það vill of oft gleymast í umræðum og greinaskrifum hins mætasta fólks. Í gildandi samgönguáætlun sem og drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 kemur fram að eitt af markmiðum um framkvæmdir í vegamálum sé að byggja upp grunnet stofnvega með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi. Það vakti því furðu við lestur á drögum að nýrri samgönguáætlun þegar ljóst varð að ekki er gert ráð fyrir áframhaldi á framkvæmdum við Skógarstrandarveg fyrr en 2027. Tenging Dalabyggðar við Snæfellsnes er mikilvæg fyrir samfélag Dalamanna og uppbyggingu þjónustu við ferðamenn til framtíðar en einnig með tilliti til atvinnu- og skólasóknar þeirra sem í Dalabyggð búa og þurfa að ferðast um veginn mikilvæga flesta daga ársins. Tilvonandi seinkun á framkvæmdum við veginn er algjörlega ótæk og ljóst að halda verður vel á spöðunum til að svo viðamikið verk haldi áfram án meiri seinkunar en orðið hefur. Vestfjarðarvegur sunnan Búðardals er einnig stofnvegur sem þó er með bundnu slitlagi. Vegurinn er bæði svo mjór og illa farinn að hann er engan veginn tilbúin fyrir þá þungaumferð sem um hann fer. Mikil umferðaraukning hefur orðið á Vestfjarðarvegi um Dalabyggð sl. ár, meðal annars vegna aukinna þungaflutninga vestan af fjörðum og með tilkomu vegabóta yfir Þröskulda. Þar þarf að ráðast í endurbætur hið snarasta svo mannsæmandi sé. Vitnast þá aftur í markmið um framkvæmdir í vegamálum í samgönguáætlun þar sem fram kemur markmið um breikkun vega þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Við skoðun á framkvæmdum við héraðsvegi kom það nefndinni mjög á óvart að engir sérstakir fjármunir hafa verið settir með vegaáætlun í uppbyggingu þeirra frá hruni. Því verður ekki hægt að una lengur og þarf að gera bætur þar á. Héraðsvegir eiga að geta verið mun léttbyggðari en stofn- og tengivegir og því hægt að komast mun fleiri kílómetra fyrir sambærilega fjárhæð. Alls eru 77% tengivega á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal malarvegir og segir það meira en mörg orð um framgang í uppbyggingu þeirra vega á svæðinu. Bæta þarf verulega úr fjármögnun þar á, því viðhaldsfé á þeim vegum hefur einnig verið í miklu lágmarki síðustu ár og vegirnir því margir í mjög slæmu ásigkomulagi. Sjá verður til þess að framkvæmdir við loka kafla Laxárdalsheiðar fari í útboð á árinu 2024 og verði þá kominn tenging með bundnu slitlagi beint yfir í Hrútafjörð. Þegar litið er á tengi- og stofnvegi sem liggja um Dalina þá liggja þeir vegir til allra átta og gerir það Dalina að miðpunkti sem mikilvægt er að horfa til þegar staðsetningar þjónustu fyrir víðfeðmt svæði er skoðuð. Vegamál eru því mikilvægt atvinnu- og byggðamál í Dalabyggð sem og aðliggjandi sveitarfélögum. Það er gríðarlega mikilvægt að vegayfirvöld og þeir sem um fjármagnið halda og stýra fjármögnun til vegaframkvæmda taki tillit til þeirra tillagna sem heimafólk gerir á hverjum stað. Mitt mat og okkar í Dalabyggð er að við séum að setja fram okkar tillögur á málefnalegan hátt, styrktar góðum og faglegum rökum sem óskandi er að alþingismenn okkar í kjördæminu og aðrir sem að koma geti notað til gagns í sinni vinnu. Ég vil að lokum þakka þau góðu viðbrögð sem skýrsla um forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð hefur fengið og vona að sá hjómgrunnur sýni sig í framkvæmdum komandi ára. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Dalabyggð Sveitarstjórnarmál Samgöngur Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar gerði í vor úttekt á þeim rúmlega 400 km sem vegakerfi sveitarfélagsins samanstendur af og vann upp úr henni forgangsröðun. Þess ber að geta og þurfti ekki fyrrnefnda úttekt til að komast að þeirri niðurstöðu, að alltof stór hluti þeirra kílómetra eru malarvegir. Það vildi svo til að drög að nýrri samgönguáætlun komu inn á Samráðsgátt stjórnvalda þegar verið var að leggja lokahönd á úttekt og forgangsröðun og því ákvað Dalabyggð að auk umsagnar um samgönguáætlun myndi fyrrnefnd úttekt fylgja með sem fylgigagn. Eitt stærsta og brýnasta vegamál í Dalabyggð er Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur 54), en hann er eini stofnvegur á Vesturlandi sem ekki er bundinn slitlagi og sá lengsti á láglendi sem en er án slitlags. Mikilvægt er að halda því til haga í allri umræðu að Skógarstrandavegurinn er stofnvegur, ekki tengivegur eða önnur vegtegund, það vill of oft gleymast í umræðum og greinaskrifum hins mætasta fólks. Í gildandi samgönguáætlun sem og drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 kemur fram að eitt af markmiðum um framkvæmdir í vegamálum sé að byggja upp grunnet stofnvega með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi. Það vakti því furðu við lestur á drögum að nýrri samgönguáætlun þegar ljóst varð að ekki er gert ráð fyrir áframhaldi á framkvæmdum við Skógarstrandarveg fyrr en 2027. Tenging Dalabyggðar við Snæfellsnes er mikilvæg fyrir samfélag Dalamanna og uppbyggingu þjónustu við ferðamenn til framtíðar en einnig með tilliti til atvinnu- og skólasóknar þeirra sem í Dalabyggð búa og þurfa að ferðast um veginn mikilvæga flesta daga ársins. Tilvonandi seinkun á framkvæmdum við veginn er algjörlega ótæk og ljóst að halda verður vel á spöðunum til að svo viðamikið verk haldi áfram án meiri seinkunar en orðið hefur. Vestfjarðarvegur sunnan Búðardals er einnig stofnvegur sem þó er með bundnu slitlagi. Vegurinn er bæði svo mjór og illa farinn að hann er engan veginn tilbúin fyrir þá þungaumferð sem um hann fer. Mikil umferðaraukning hefur orðið á Vestfjarðarvegi um Dalabyggð sl. ár, meðal annars vegna aukinna þungaflutninga vestan af fjörðum og með tilkomu vegabóta yfir Þröskulda. Þar þarf að ráðast í endurbætur hið snarasta svo mannsæmandi sé. Vitnast þá aftur í markmið um framkvæmdir í vegamálum í samgönguáætlun þar sem fram kemur markmið um breikkun vega þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Við skoðun á framkvæmdum við héraðsvegi kom það nefndinni mjög á óvart að engir sérstakir fjármunir hafa verið settir með vegaáætlun í uppbyggingu þeirra frá hruni. Því verður ekki hægt að una lengur og þarf að gera bætur þar á. Héraðsvegir eiga að geta verið mun léttbyggðari en stofn- og tengivegir og því hægt að komast mun fleiri kílómetra fyrir sambærilega fjárhæð. Alls eru 77% tengivega á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal malarvegir og segir það meira en mörg orð um framgang í uppbyggingu þeirra vega á svæðinu. Bæta þarf verulega úr fjármögnun þar á, því viðhaldsfé á þeim vegum hefur einnig verið í miklu lágmarki síðustu ár og vegirnir því margir í mjög slæmu ásigkomulagi. Sjá verður til þess að framkvæmdir við loka kafla Laxárdalsheiðar fari í útboð á árinu 2024 og verði þá kominn tenging með bundnu slitlagi beint yfir í Hrútafjörð. Þegar litið er á tengi- og stofnvegi sem liggja um Dalina þá liggja þeir vegir til allra átta og gerir það Dalina að miðpunkti sem mikilvægt er að horfa til þegar staðsetningar þjónustu fyrir víðfeðmt svæði er skoðuð. Vegamál eru því mikilvægt atvinnu- og byggðamál í Dalabyggð sem og aðliggjandi sveitarfélögum. Það er gríðarlega mikilvægt að vegayfirvöld og þeir sem um fjármagnið halda og stýra fjármögnun til vegaframkvæmda taki tillit til þeirra tillagna sem heimafólk gerir á hverjum stað. Mitt mat og okkar í Dalabyggð er að við séum að setja fram okkar tillögur á málefnalegan hátt, styrktar góðum og faglegum rökum sem óskandi er að alþingismenn okkar í kjördæminu og aðrir sem að koma geti notað til gagns í sinni vinnu. Ég vil að lokum þakka þau góðu viðbrögð sem skýrsla um forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð hefur fengið og vona að sá hjómgrunnur sýni sig í framkvæmdum komandi ára. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun