Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2023 15:57 Dóttir þeirra Baldvins og Berglindar fær aðlögunartíma með nýjum skólafélögum og kennurum í Rimaskóla eins og krakkarnir sem koma úr leikskólum hverfisins. Vísir Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex. Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins. Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins.
Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu