Bjargvættir Ingólfur Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 14:00 Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun