Verður af meira en 300 milljónum vegna óheppislegs slyss Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 14:15 Hines lenti í býsna óheppilegu slysi sem verður honum dýrkeypt. Getty Nyheim Hines, hlaupari hjá Buffalo Bills í NFL-deildinni, verður að líkindum af nánast öllum launum sínum á komandi leiktíð eftir óheppilegt slys í vikunni. Deila má um hversu mikla ábyrgð hann ber sjálfur á slysinu. Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sjá meira
Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sjá meira