Frussuskemmtileg ræma um þekktasta dúkkumerki veraldar Íris Hauksdóttir skrifar 27. júlí 2023 10:47 Tómas Valgeirsson rýnir í Barbie. Kvikmyndarýnirinn, blaðamaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Tómas Valgeirsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann sér nær allar myndir sem rata á hvíta tjaldið og deilir skoðunum sínum með áhugasömum hlustendum og lesendum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira