Skar eins og hálfs metra gat á ærslabelg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 07:31 Ærslabelgurinn hefur nú verið lagfærður. Skemmdarverk voru unnin á ærslabelg í frístundagarðinum við Gufunesbæ fyrr í þessum mánuði. Eins og hálfs metra gat var skorið á belginn með dúkahníf. Verkefnastjóri segist vonast til þess að ærslabelgurinn fái að vera í friði í framtíðinni. Þetta sé ekki fyrsta tilfellið þar sem skemmdarverk séu unnin á svæðinu. Þau séu gjarnan árstíðabundin. „Við höfum aðeins verið að fást við þessar vespur, að það sé verið að spóla göt. Það gerist ekki nema belgurinn liggi niðri. Þannig að þá fórum við að taka upp á því fyrir um einu eða tveimur árum að hafa hann bara uppblásinn,“ segir Nils Óskar Nilsson. „Þar til fyrir tveimur vikum, þá var skorið á hann þetta eins og hálfs metra gat með dúkahníf. Það var vesen að gera við þetta, en við vorum loksins að ná að opna hann í dag og vonum nú að þetta fái að vera í friði hér eftir.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Vísir hefur nýlega flutt fréttir af skemmdarverkum í hverfinu. Síðast í júní en þá var kveikt í trampolíni á skólalóð Rimaskóla. Sagði lögreglan við tilefnið að slík mál kæmu því miður reglulega upp. Árstíðabundin skemmdarverk „Þessi skemmdarverk hafa verið árstíðabundin og komið upp þegar skólinn er að klárast og vinnuskólinn ekki byrjaður. Það heyrir samt til undantekninga að það sé eitthvað slæmt í gangi. En það kemur alveg fyrir því miður,“ segir Nils. Hann segist vonast til þess að ærslabelgurinn fái nú að vera í friði. Skemmdarverk hafi því miður komið reglulega upp. „Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf þurft að fást við því miður. Það er afar leiðinlegt að þetta hafi verið tekið skrefinu lengra í þetta skiptið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
„Við höfum aðeins verið að fást við þessar vespur, að það sé verið að spóla göt. Það gerist ekki nema belgurinn liggi niðri. Þannig að þá fórum við að taka upp á því fyrir um einu eða tveimur árum að hafa hann bara uppblásinn,“ segir Nils Óskar Nilsson. „Þar til fyrir tveimur vikum, þá var skorið á hann þetta eins og hálfs metra gat með dúkahníf. Það var vesen að gera við þetta, en við vorum loksins að ná að opna hann í dag og vonum nú að þetta fái að vera í friði hér eftir.“ Ekki hefur náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Vísir hefur nýlega flutt fréttir af skemmdarverkum í hverfinu. Síðast í júní en þá var kveikt í trampolíni á skólalóð Rimaskóla. Sagði lögreglan við tilefnið að slík mál kæmu því miður reglulega upp. Árstíðabundin skemmdarverk „Þessi skemmdarverk hafa verið árstíðabundin og komið upp þegar skólinn er að klárast og vinnuskólinn ekki byrjaður. Það heyrir samt til undantekninga að það sé eitthvað slæmt í gangi. En það kemur alveg fyrir því miður,“ segir Nils. Hann segist vonast til þess að ærslabelgurinn fái nú að vera í friði. Skemmdarverk hafi því miður komið reglulega upp. „Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf þurft að fást við því miður. Það er afar leiðinlegt að þetta hafi verið tekið skrefinu lengra í þetta skiptið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira