„Við höfum aðeins verið að fást við þessar vespur, að það sé verið að spóla göt. Það gerist ekki nema belgurinn liggi niðri. Þannig að þá fórum við að taka upp á því fyrir um einu eða tveimur árum að hafa hann bara uppblásinn,“ segir Nils Óskar Nilsson.
„Þar til fyrir tveimur vikum, þá var skorið á hann þetta eins og hálfs metra gat með dúkahníf. Það var vesen að gera við þetta, en við vorum loksins að ná að opna hann í dag og vonum nú að þetta fái að vera í friði hér eftir.“
Ekki hefur náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Vísir hefur nýlega flutt fréttir af skemmdarverkum í hverfinu. Síðast í júní en þá var kveikt í trampolíni á skólalóð Rimaskóla. Sagði lögreglan við tilefnið að slík mál kæmu því miður reglulega upp.
Árstíðabundin skemmdarverk
„Þessi skemmdarverk hafa verið árstíðabundin og komið upp þegar skólinn er að klárast og vinnuskólinn ekki byrjaður. Það heyrir samt til undantekninga að það sé eitthvað slæmt í gangi. En það kemur alveg fyrir því miður,“ segir Nils.
Hann segist vonast til þess að ærslabelgurinn fái nú að vera í friði. Skemmdarverk hafi því miður komið reglulega upp.
„Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf þurft að fást við því miður. Það er afar leiðinlegt að þetta hafi verið tekið skrefinu lengra í þetta skiptið.“