Spacey grét er hann var sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 14:20 Kevin Spacey á leið í dómshúsið í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum. Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum.
Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira