Spacey grét er hann var sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 14:20 Kevin Spacey á leið í dómshúsið í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum. Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum.
Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira