„Mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli“ Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:03 Grímur segir að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Bylgjan Grímur Már Þórólfsson, lögmaður sem sérhæfir sig í hjúskaparrétti, segir það algengt að fólk geri kaupmála hér á landi áður en það gengur í hjónaband. Hann segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólk skoði það að gera kaupmála. „Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“ Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“
Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira