PSG samþykkir tilboð Al Hilal í Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 11:01 Gæti Mbappé farið til Sádi-Arabíu eftir allt saman? EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Samningsmál franska framherjan Kylian Mbappé eru áfram í brennidepli. Hann vill vera áfram hjá París Saint-Germain og fara frítt næsta sumar en félagið vill selja hann í sumar. Al Hilal frá Sádi-Arabíu hefur nú boðið 300 milljónir evra í leikmanninn (44 milljarðar íslenskra króna). Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36