Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samtali við Vísi.
Hann var ásamt félaga sínum á skemmtisiglingu um fimm hundruð metra frá höfninni þegar þeir enduðu utan borðs með þeim afleiðingum að annar þeirra lést. Hinn látni var einnig á sjötugsaldri.
Hann var meðvitundarlaus þegar honum var komið á land og endurlífgunartilraunir báru engan árangur.
Mennirnir voru á fimm metra skemmtibát af gerðinni Flipper. Báturinn sökk niður á sextán metra dýpi en honum hefur verið komið á land.

Úlfar segir að fátt annað liggi fyrir í málinu og að það muni skýrast þegar maðurinn sem lifði af getur greint lögreglu frá atvikum. Málið sé til rannsóknar hjá embætti hans sem og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.