Lýðflokknum og öfgahægriflokknum VOX tókst þó ekki að ná meirihluta eins og þeir stefndu að til þess að velta samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstri flokkunum úr sessi.
Þingkosningar fóru fram í steikjandi hita. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma.
Ekki heldur meirihluti á vinstri kantinum
Vinstri flokkarnir ná heldur ekki að mynda meirihlutastjórn nú þegar niðurstöður liggja fyrir.
Nokkrir aðskilnaðarflokkar Baskalands og Katalóníu geta nú í raun ráðið því hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Ólíklegt verður að telja að þeir styðji myndun hægri stjórnar þar sem VOX hefur á stefnuskrá sinni að banna alla stjórnmálaflokka sem hafa aðskilnað einstakra héraða frá Spáni á stefnuskrá sinni.