Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 12:46 Lísa Margrét Gunnarsdóttir ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í ellefta skiptið. Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt. Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt.
Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira