„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 20:00 Listsýning hjónanna hefst á morgun í Gallerí Port, en þau voru í óðaönn að leggja lokahönd á uppsetningu hennar þegar fréttastofa rak nefið þar inn í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. Verkin, handsaumuð teppi úr ull og akríl, voru unnin á vinnustofu hjónanna í Kænugarði yfir fimm mánuði, á meðan fyrir utan geisaði innrásarstríð Rússa í landið, sem nú hefur staðið í sautján mánuði. Síðasta sýning hjónanna fjallaði um sameiningartilfinningu úkraínsku þjóðarinnar, en hún var sett upp fyrir ári síðan. Nú hafi myndast innileg tengist á milli fólks í landinu, sem þessi sýning endurspegli. „Síðan náttúrulega eyddum við árinu svakalega mikið innandyra. Mikið af loftárásum og alls konar sem kom yfir Kænugarð, og þetta endurspeglar það að við séum að hoppa inn í þennan ímyndaða heim. Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi,“ segir Óskar Hallgrímsson. Verkin varpi ljósi á miklar andstæður í lífi Óskars, sem hefur starfað við stríðsljósmyndun í Úkraínu. „Það skiptir engu máli hversu sterkur þú ert, það mun alltaf hafa áhrif á þig. Fyrir mig að koma heim, fara í stúdíóið og gera eitthvað mónótónískt, það er þerapía í því,“ segir hann. Andlegur styrkur Ma Riika, sem er frá Úkraínu, segir að í sínum huga sýni verkin styrkinn sem þarf til að láta stríðið ekki brjóta sig andlega. „Það er mjög erfitt að vera glaður í aðstæðum sem þessum. Ég var jafnvel að velta fyrir mér hvort við værum að gera rétt með því að stunda þessa glaðlegu listsköpun. Við vissum að það er einmitt það sem þeir vilja. Að við finnum fyrir ógn og séum döpur,“ segir Ma Riika. Óskar bætir því við að í verkunum megi einnig finna eins konar mótmæli. Sýningin hefst á morgun í Gallerí Port á Laugavegi, og stendur yfir í þrjár vikur. Að henni lokinn halda hjónin fljótlega aftur heim til Úkraínu. Þangað til vilja þau vekja athygli á ástandinu í Úkraínu. „Því við unnum verkin í Úkraínu,“ segir Ma Riika. „Og í svarta myrkri,“ skýtur Óskar inn í. „Flest voru unnin í myrkri því þeir sprengdu raforkuvirkin.“ Myndlist Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verkin, handsaumuð teppi úr ull og akríl, voru unnin á vinnustofu hjónanna í Kænugarði yfir fimm mánuði, á meðan fyrir utan geisaði innrásarstríð Rússa í landið, sem nú hefur staðið í sautján mánuði. Síðasta sýning hjónanna fjallaði um sameiningartilfinningu úkraínsku þjóðarinnar, en hún var sett upp fyrir ári síðan. Nú hafi myndast innileg tengist á milli fólks í landinu, sem þessi sýning endurspegli. „Síðan náttúrulega eyddum við árinu svakalega mikið innandyra. Mikið af loftárásum og alls konar sem kom yfir Kænugarð, og þetta endurspeglar það að við séum að hoppa inn í þennan ímyndaða heim. Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi,“ segir Óskar Hallgrímsson. Verkin varpi ljósi á miklar andstæður í lífi Óskars, sem hefur starfað við stríðsljósmyndun í Úkraínu. „Það skiptir engu máli hversu sterkur þú ert, það mun alltaf hafa áhrif á þig. Fyrir mig að koma heim, fara í stúdíóið og gera eitthvað mónótónískt, það er þerapía í því,“ segir hann. Andlegur styrkur Ma Riika, sem er frá Úkraínu, segir að í sínum huga sýni verkin styrkinn sem þarf til að láta stríðið ekki brjóta sig andlega. „Það er mjög erfitt að vera glaður í aðstæðum sem þessum. Ég var jafnvel að velta fyrir mér hvort við værum að gera rétt með því að stunda þessa glaðlegu listsköpun. Við vissum að það er einmitt það sem þeir vilja. Að við finnum fyrir ógn og séum döpur,“ segir Ma Riika. Óskar bætir því við að í verkunum megi einnig finna eins konar mótmæli. Sýningin hefst á morgun í Gallerí Port á Laugavegi, og stendur yfir í þrjár vikur. Að henni lokinn halda hjónin fljótlega aftur heim til Úkraínu. Þangað til vilja þau vekja athygli á ástandinu í Úkraínu. „Því við unnum verkin í Úkraínu,“ segir Ma Riika. „Og í svarta myrkri,“ skýtur Óskar inn í. „Flest voru unnin í myrkri því þeir sprengdu raforkuvirkin.“
Myndlist Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira