Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 13:49 Kettirnir fá lífhimnubólgu og drepast. Vísir/Vilhelm Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón. Kettirnir sýkjast af týpu af kórónuveiru sem er þó ekki tengd COVID-19. Sýkingin byrjar sem væg magakveisa en getur orðið að skæðri lífhimnubólgu. Hvítu blóðkornin bera veiruna um líkamann og hún veldur bólgum í iðrum, nýrum og heila sem getur leitt til dauða. Veiran er ekki nýtilkomin heldur hefur hún verið til lengi, á Kýpur sem og öðrum löndum. Grunur leikur á að veiran hafi stökkbreyst því að hún virðist nú smitast fjörutíufalt miðað við það sem hún gerði fyrir aðeins tveimur árum. Ekki bundið við Kýpur Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa vísindamenn áhyggjur af stöðunni. Teymi við háskólann í Edinborg rannsakar nú veiruna. Dýrameinafræðingurinn Charalampos Attipa bendir á að kettir geti smitast af COVID-19 og því hafi margir kettir myndað mótefni eftir heimsfaraldurinn. Það gæti hafa knúið áfram þróun annarra kórónuveira í köttum. Önnur uggandi staðreynd er að vandamálið virðist ekki bundið við Kýpur. Þegar eru byrjuð að berast svipuð tíðindi frá nálægum löndum, svo sem Líbanon, Tyrklandi og Ísrael. Í öllum þessum löndum er mikið af villiköttum. Rándýr lyf Hægt er að lækna lífhimnubólgu katta með lyfjameðferð. En lyfin eru mjög dýr. Í Bretlandi kosta lyfin í kringum 5 þúsund pund, eða rúmlega 840 þúsund krónur. Fæstir eru tilbúnir til að leggja í þann kostnað fyrir kött, hvað þá villikött. Kettir Dýraheilbrigði Kýpur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Kettirnir sýkjast af týpu af kórónuveiru sem er þó ekki tengd COVID-19. Sýkingin byrjar sem væg magakveisa en getur orðið að skæðri lífhimnubólgu. Hvítu blóðkornin bera veiruna um líkamann og hún veldur bólgum í iðrum, nýrum og heila sem getur leitt til dauða. Veiran er ekki nýtilkomin heldur hefur hún verið til lengi, á Kýpur sem og öðrum löndum. Grunur leikur á að veiran hafi stökkbreyst því að hún virðist nú smitast fjörutíufalt miðað við það sem hún gerði fyrir aðeins tveimur árum. Ekki bundið við Kýpur Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa vísindamenn áhyggjur af stöðunni. Teymi við háskólann í Edinborg rannsakar nú veiruna. Dýrameinafræðingurinn Charalampos Attipa bendir á að kettir geti smitast af COVID-19 og því hafi margir kettir myndað mótefni eftir heimsfaraldurinn. Það gæti hafa knúið áfram þróun annarra kórónuveira í köttum. Önnur uggandi staðreynd er að vandamálið virðist ekki bundið við Kýpur. Þegar eru byrjuð að berast svipuð tíðindi frá nálægum löndum, svo sem Líbanon, Tyrklandi og Ísrael. Í öllum þessum löndum er mikið af villiköttum. Rándýr lyf Hægt er að lækna lífhimnubólgu katta með lyfjameðferð. En lyfin eru mjög dýr. Í Bretlandi kosta lyfin í kringum 5 þúsund pund, eða rúmlega 840 þúsund krónur. Fæstir eru tilbúnir til að leggja í þann kostnað fyrir kött, hvað þá villikött.
Kettir Dýraheilbrigði Kýpur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira