„Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 10:00 Arnar Gunnlaugsson hefur gert frábæra hluti með Víkingsliðið en nú þarf hann að grafa djúpt til að finna lausnir. Vísir/Hulda Margrét Víkingar þurfa að taka á stóra sínum í dag þegar liðið mætir lettneska félaginu Riga í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Riga vann fyrri leikinn með sannfærandi hætti en Víkingar sluppu með 2-0 tap. Úrslitin gætu hafa verið mun verri en þetta gefur Víkingum smá möguleika í Víkinni í kvöld. Létum þá líta ansi vel út „Við vorum óvenju off í fyrri leiknum. Þeir eru með gott lið en við létum þá líta ansi vel út. Við vorum ekki á okkar degi og það gerist hjá íþróttamönnum. Við eigum að vera með það gott lið að það gerist ekki tvo daga í röð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Með okkar heimavöll, stuðningsmenn og söguna frá því í fyrra. Við náðum mögnuðum Evrópuárangri í fyrra á móti, sem ég myndi telja, sterkari liðum en Riga. Við þurfum bara að spyrja þá alvarlegra spurninga. Við gerðum það ekki nægilega mikið út í Riga,“ sagði Arnar. Vísir/Vilhelm Þurfum ekki að skora mörkin í fyrri hálfleik „Við þurfum að vera aftur gamla góða Víkingsliðið sem þrýstir þá niður og verður með læti. Við verðum samt yfirvegaðir því við þurfum ekki að skora þessi mörk í fyrri hálfleik. Við megum ekki henda einvíginu frá okkur. Ég bið bara um gamla góða Víkingsliðið mitt til að knýja fram sigur,“ sagði Arnar. Var þetta þá svona léleg frammistaða hjá Víkingsliðinu sem lét Riga líta svo vel út. „Bæði og. Þetta er náttúrulega gríðarlega gott lið, með góða einstaklinga og getað refsað vel. Við létum þá líka líta ansi vel út. Planið er að gera það ekki á morgun [í kvöld],“ sagði Arnar. Sækja innblástur til Blika „Við þurfum að spyrja þá spurninga. Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika á móti Shamrock. Það skein út andlitinu á þeim að þeir trúðu á verkefnið, langaði þetta mjög mikið og nánast ýttu boltanum yfir línuna með viljastyrk ásamt hæfileikum,“ sagði Arnar. „Við þurfum að ná þessum neista sem við vorum með í Evrópukeppninni í fyrra, á móti Lech Poznan, Malmö hérna heima og á móti Levadia. Frábær frammistaða og úrslit. Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu því ef hún er ekki til staðar þá mun ekki neitt gerast,“ sagði Arnar. Leikur Víkings og Riga fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 18.45. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30. Klippa: Við þurfum að taka innblástur frá frammistöðu Blika
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira