Kjartan Henry: Er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá Andri Már Eggertsson skrifar 18. júlí 2023 22:40 Kjartan Henry í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var svekktur eftir 1-0 tap gegn KR. Kjartan Henry svaraði fyrir það hvers vegna hann tók ekki við viðurkenningu frá KR fyrir leik. „Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik. KR FH Besta deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
„Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik.
KR FH Besta deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira