Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 11:31 Sif Atladóttir með dóttur sína mjög unga eftir leik á Evrópumóti. Getty/Maja Hitij Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira