Hættur við að hætta og stefnir nú á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 12:00 Már Gunnarsson sést hér þegar hann keppti á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó 2021. Getty/Dean Mouhtaropoulos Már Gunnarsson snýr nú aftur af fullum krafti í sundlaugina og mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í Manchester nú í byrjun ágúst. Már, sem er blindur, stóð sig frábærlega í sundlauginni á sínum tíma og hefur líka vakið athygli fyrir tónlistarhæfileika sína. Már tilkynnti það formlega á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann sé hættur við að hætta í sundinu. Már er fæddur árið 1999 og verður ekki 24 ára gamall fyrr en í nóvember. Það var því álit margra að hann hafi hætt allt of snemma sem hann áttaði sig síðan á sjálfur. Már hafði prófað aftur að synda fyrr á þessu ári og ýjaði þá að endurkomu. Hann staðfestir hana núna. „Svo í framhaldi verður strikið sett beint á Ólympíuleikana í París á næsta ári!,“ skrifar Már á Instagram. Hann segist þegar hafa tryggt sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra 2024. Bestu greinar hans voru 100 metra baksund, 400 metra skriðsund og 200 metra fjórsund en það verður síðan að sjá hvar hann blómstrar núna. „Ég hef nú þegar tryggt mér keppnisrétt í París en ég þarf að skora hærra á heimslistanum til að verða valinn til þátttöku! Það er gott að vera kominn aftur!,“ skrifar Már. Már keppt síðast árið 2021 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum eftir að hafa sett þrettán Íslandsmet og þá setti hann einnig nýtt heimsmet í 200 metra baksundi. Már var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðu árið 2019 en þá komst hann á verðlaunapall á heimsmeistaramótinu. Már keppti á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2021 og náð þar bestum árangur þegar hann endaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi. View this post on Instagram A post shared by Ma r (@margunnarsson) Sund Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Már, sem er blindur, stóð sig frábærlega í sundlauginni á sínum tíma og hefur líka vakið athygli fyrir tónlistarhæfileika sína. Már tilkynnti það formlega á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann sé hættur við að hætta í sundinu. Már er fæddur árið 1999 og verður ekki 24 ára gamall fyrr en í nóvember. Það var því álit margra að hann hafi hætt allt of snemma sem hann áttaði sig síðan á sjálfur. Már hafði prófað aftur að synda fyrr á þessu ári og ýjaði þá að endurkomu. Hann staðfestir hana núna. „Svo í framhaldi verður strikið sett beint á Ólympíuleikana í París á næsta ári!,“ skrifar Már á Instagram. Hann segist þegar hafa tryggt sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra 2024. Bestu greinar hans voru 100 metra baksund, 400 metra skriðsund og 200 metra fjórsund en það verður síðan að sjá hvar hann blómstrar núna. „Ég hef nú þegar tryggt mér keppnisrétt í París en ég þarf að skora hærra á heimslistanum til að verða valinn til þátttöku! Það er gott að vera kominn aftur!,“ skrifar Már. Már keppt síðast árið 2021 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum eftir að hafa sett þrettán Íslandsmet og þá setti hann einnig nýtt heimsmet í 200 metra baksundi. Már var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðu árið 2019 en þá komst hann á verðlaunapall á heimsmeistaramótinu. Már keppti á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2021 og náð þar bestum árangur þegar hann endaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi. View this post on Instagram A post shared by Ma r (@margunnarsson)
Sund Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira